Árið 2011 er gott ár til að stofna nýtt lýðveldi.

Raunar gæti ég ekki hugsað mér betri tímasetningu fyrir slíkt og það væri sannarlega viðeigandi á tvöhundruðaðsta afmælisári Jóns Sigurðssonar.

Ég er sammála Nirði, um að það eina skynsamlega leiðin út úr þeirri endaleysu sem nú viðgengst, er að semja nýjann sáttmála um þjóð, stjórnarskrá.  Þjóðarskúta sú sem á skeri steytti, verður vart róið meir.  Þörf er á nýrri skútu og öðrum yfirmönnum.

800px-hvitblainn_864447

Meira má sjá og lesa um hugmyndir Njarðar P. Njarðvík á bloggsíðu Láru Hönnu.  Einnig vill ég benda á ummæli sem Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor lét falla í viðtali á Rás 2.

Vill svo að lokum benda á áhugaverða lesningu hjá snillinginum Gunnlaugi Guðmundssyni.

Guð blessi Ísland.


Löngu tímabærar breytingar.

Loksins, loksins.

Förum við loksins að sjá fyrir endann á þeirri helferðarstefnu, sem núverandi kvótakerfi er og hefur verið.

Á sínum tíma sat Mandela í fangelsi í 27 ár fyrir að berjast fyrir mannréttindum.  Eru Íslendingar ekki að verða búnir að sitja af sér einhvað svipað?


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1X2 sem tekjustofn fyrir sveitarfélögin ?

Það kann vel að vera að ég eigi mér ekki marga skoðanabræður í málefnum sem snúa að sameiningu sveitarfélaga, en það plagar mig ekki mikið.  Verra finnst mér þó að menn eru ekki beint að beita gilldum rökum í þeirri stefnu að sameina sveitarfélög og hrúga á þau verkefnum. 

Hvernig geta sveitarfélögin eflst við það að fá til sín verkefni sem eru lögbundin og þar af leiðandi er þjónustustiginu stjórnað af löggjafanum og þau sömu verkefni eru fjármögnuð í gegnum jöfnunarsjóð sem framkvæmdavaldið stjórnar og hefur sýnt sig að fjármagn og reglur sjóðsins eru síbreitilegar.

Hér fyrir neðan er brot af bréfaskriftum sem ég átti í vegna málefnavinnu fyrir landsþing Framsóknarflokksins á síðasta ári.  Þau orð sýnist mér eiga jafn vel við í dag, eins og þá.

Sæl öll.

Það er mikilvægt að flokkurinn og flokksmenn hafi manndóm í sér að koma fram með stefnuskrá sem byggð er á gildum flokksins og flokksmanna, en ekki á ótta við viðbrögðum einhverra annara við mögulegum stefnumálum flokksins.  Framsóknarflokkurinn á að hafa manndóm í sér að standa vörð um lýðræðislegann rétt landsmanna sama hvar þeir búa og hvaða stétt þeir tilheyra. 

B......, þú segist vera á móti sameingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu; "..áhrif íbúa tiltölulega lítil..", sömu rök eiga við hvar sem er þar sem lítil eining hverfur inn í aðra stærri.

V........, þú segir að; "..komin þreyta í íbúana að vera endalaust að kjósa..".  Þetta er alveg rétt, það á að láta sveitarfélögin í friði og leyfa þeim að ná jafnvægi á eigin forsendum.  En síðast en ekki síst þá á ríkið að koma fram við sveitarfélögin, hitt stjórnsýslustigið á Íslandi, sem jafninga EKKI eins og drottnari, sem því miður hefur verið viðmót ríkisvaldsins alla stjórnartíð Sjálfstæðismanna.

Ég hef engin rök séð fyrir því að flytja verkefni til sveitarfélaganna frá ríkinu.  Og að halda því fram að það sé byggðamál og hvað þá mikilvægt, er fjarstæða.  Eini vilji ríkisins til að færa frá sér verkefni er til að létta rekstur ríkissjóðs.  Hingað til hafa tekjur ekki fylgt í samræmi við verkefni og ég hef minni en enga trú á að á því verði breiting með núverandi flokka í ríkisstjórn.Jafnframt vil ég ítreka þau rök sem ég tíndi til og lesa má í kommenti, að aukin stærð sveitarfélaga á vinnumarkaði þess svæðis, getur ekki talist heppileg þegar sveitarfélagið er orðinn fast að þriðji partur af vinnumarkaðinum.  Það er hættuleg þróun fyrir íbúa, fyrirtæki og sveitarfélögin sjálf.

EN séu menn svo sannfærðir í trú sinni á kosti sameinga sveitarfélaga ættu menn samt sem áður að geta fallist á tillögu mína sem hljóðar svona:

Ekki verði gerðar breitingar á lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum í lögum og að gerð verði úttekt á hverju sameiningar sveitarfélaga hafi skilað til íbúa þeirra áður en skoðaðar verði frekari sameiningar. 

Varðandi þá þætti sem eðlilega mætti skoða, varðandi hámarks og lámarksstærðir sveitarfélaga, er skilgreining Vegagerðarinnar á samgöngusvæðum svohljóðandi:  „Í langtímaáætlun um vegagerð er miðað við að atvinnu- og skólasvæði verði tengd saman í samgöngusvæði eftir því sem unnt er.  Samgöngusvæði tekur til svæðis umhverfis þjónustumiðstöð (þéttbýli), þar sem fjarlægðir eru ekki meiri en svo að sækja megi þjónustu til miðstöðvarinnar a.m.k. nokkrum sinnum í viku, og engir þeir þröskuldar á vegakerfinu eru fyrir hendi, sem hindra slíkt í verulegum mæli. Þjónusta við umferðina, svo sem vetrarþjónusta, á að taka mið af þessum svæðum, þannig að hún er mest innan svæða, en minni milli svæða.“  Slík skil svæða markast af fjallvegum, víðáttumiklu strjálbýli eða eyjasundum. Samgöngusvæði er almennt ekki stærra en svo, að fjarlægð innan þess að þjónustumiðstöð er ekki meiri en 70-100 km. Miðað hefur verið við, að innan atvinnu- og skólasvæðis sé hámarksfjarlægð frá miðstöð 40-50 km á snjóléttum svæðum og 20-30 km á snjóþungum svæðum. Fyrir þjónustusvæði hefur hámarksfjarlægð frá miðstöð verið metin 80-100 km á snjóléttum svæðum og 60- 70 km á snjóþungum svæðum.“ Vegagerðin (2000) 

Út frá þessum skilgreiningum Vegagerðarinnar er eðlilegt að koma með þá tillögu að sveitarfélög skulu afmarkast af landfræðilegri stærð.  Stærðin skuli miðast við fjarlægð íbúa frá þjónustumiðstöð og skuli að hámarki vera 100 km á snjóléttum svæðum en 70 km á snjóþungum svæðum.  Jafnframt verði stærð sveitarfélaga að lámarki 50 km frá þjónustumiðstöð á snjóléttum svæðum en 30 km á snjóþungum.  Einungis skuli miða við vegalengdir á þjóðvegum með fullri vetrarþjónustu og tvíbreiðu slitlagi, aðrar gerðir vega helminga þessa tölu.


mbl.is Tveir og hálfur milljarður til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðarvæl á Álftanesi?

Því miður er sú staða sem íbúar á Álftanesi upplifa núna, ekkert einsdæmi á Íslandi.  Á því er þó sá munur að víða er staðan ekki svona vegna gríðarlegrar skuldsetningar og offjárfestingar sveitarfélagsins vegna "góðæris", heldur vegna ónýtrar lagasetningar í sjávarútvegsmálum.

Þannig eru lögin að þó svo að hagsmunir sveitarfélaga og íbúa þeirra séu rúmlega 70% af verðmæti útflutts sjávarfangs, þá er þeim samt stjórnað af úgerðarmönnum.  Mörg dæmi eru um það að fyrirtæki flytji burtu og skilji sveitarfélög eftir sem rjúkandi rústir.

Fyrir íbúa Álftanes, segi ég bara eins og sagt er við aðra í sömu stöðu, sameinist öðru sveitarfélagi.  Á ykkar svæði er það minna mál en víða annarstaðar.


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinur þjóðarinnar nr. 1.

Merkilegt nokk.  Þessi pistill er hvorki um Icesave né Davíð Oddson, en þeir eru í næstu tveimur sætum.Grin

Í allri þeirri miklu umræðu sem verið hefur um innistæðutryggingarsjóð og þá skuldabyrgði sem það leggur á þjóðina, þykir mér merkilegt að ekkert sé talað um verðtryggingu lána, í því samhengi.

Sé miðað við núverandi gengi gjaldmiðla og  að endurheimtuhlutfallið af eignum Landsbankans verði 88% mun heildarkostnaðurinn vegna Icesvae nemur 507 milljarði króna á genginu 17 janúar 2010. Sé þeim kostnaði deilt niður á þjóðirnar nemur hann 1,5 milljónum króna á hvert mannsbarn á Íslandi eða 6-9 milljónum fyrir meðalfjölskyldu.

EF við hinsvegar reiknum út tiltölulega saklaust húsbréfalán upp á 15 milljónir, verðtryggt með 5,05% vöxtum til 30 ára og reiknum með 5% verðbólgu allann tímann verður útkoman þessi:

Afborgun 15.000.000.-, vextir 14.153.604.-, verðbætur 37.146.377.-    samtals kostnaður af 15.000.000.- láni 66.326.981.-

Ef við svo gerum ráð fyrir að húsnæðið dugi fyrir 5 manna fjölskyldu er kostnaður á mann vegna verðtryggingarinnar eingöngu ca. 7.429.275.-

Og óhætt er að reikna þessa upphæð á mann, tvisvar á lífsleiðinni !

Ég hélt að það væri andskondans nóg að glíma við einfalda verðbólgu, en tvöfalda er ekki hægt.

Þá ber þess að geta að samkvæmt þjóðarsáttarsamningunum átti verðtrygging lána að hætta á síðasta áratug síðustu aldar.  Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar ákvað hinsvegar að hætta við þau áform.  Takk fyrir það.......


skóli lífsins ?

Sú umræða er kanski gleymd núna, en fyrir fáum dögum var rætt um ráðherraábyrgð og hvað lengi hún stæði.  Rætt er um þrjú ár.  Þau tímamörk eru hláleg þegar haft er í huga að rót efnahagsvanda okkar má rekja um 40 ár aftur í tímann.  Og ekki síður í því ljósi að ríkur vilji er hjá framkvæmdavaldinu að skuldbinda börnin mín, alla þeirra tíð á vinnumarkaðinum, vegna skulda fjárglæframanna.

Leiða má fyrir því gild rök að ríkissjóður verði gjaldþrota innan nokkurra ára þegar afborganir af umræddu fjárglæfraláni hefjast.  Verra þætti mér að ráðherraábyrgð þeirra sem svo ganga frá málunum verði útrunnið þegar að því kemur.

Eigi það fyrir þessari þjóð að liggja, að verða gjaldþrota fyrir sakir auraapa vorra tíma, er skárst að klára það mál núna, meðan tími er til að gera menn ábyrga fyrir því.  Ég vill frekar kjósa um það sjálfur hvort eða hvernig það gerist, en að velta þeim vanda yfir á næstu kynslóð. 

Nú er búið að einkavæða aftur Íslandsbankann og Aríonbanka (eða hvað svo sem sá ágæti banki heitir).  Ekki er að fullu vitað hverjir eigendurnir eru en mjög líklega er stór hluti þeirra erlendir vogunarsjóðir.  Vogunarsjóðir vinna svipað og íslenskir fjárfestar, skítsama um allt ef þeir græða!

Eru menn ekki alltaf að læra ?


mbl.is Meirihluti vill afnema lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Ég óska öllum sem þetta lesa, gleðilegra jóla.  Njótið hátíðarinnar.

Hversvegna að veiða 130 þúsund tonn ef þorskstofninn þolir 400 þúsund tonn?

Það er sérkennilegt í allri umræðu um sjávarútvegsmál á Íslandi undanfarið, að Hafrannsóknarstofnun hefur verið alveg stikkfrí í þeirri umræðu.  Eins og það sé eini aðilinn sem ekki má styggja, hefur alltaf rétt fyrir sér.  En er það svo ?

Á yfirstandandi fiskveiðiári hljóðuðu ráðleggingar Hafró upp á 130 þús tonn af þorski sem verður að segjast að er hreint hlægileg frammistaða eftir 25 ára “uppbyggingarstarf” og varla nema helmingur af veiddum afla á upphafsári kvótakerfisins.  Árangurinn verður svo ennþá aulalegri í samanburði við árin 1952-1972 þegar veiddust að meðaltali 400-450 þús tonn af þorski á Íslandsmiðum.

Staðreyndirnar tala sínu máli.  Í engu tilfelli hafa hrakspár Hafró gengið eftir, þegar spáð hefur verið hruni fiskistofna, ef veitt yrði meira en ráðleggingar þeirra gerðu ráð fyrir.  Og að sama skapi hafa áætlanir þeirra um uppbyggingu með friðun hrapalega mistekist. 

Vinnuaðferðir Hafrannsóknarstofnunar eru vísindasamfélaginu til skammar.  Mikið vantar á að starfsmenn séu nægjanlega gagnrýnir á kenningar og útreikninga, sérstaklega þegar mælingar stangast í verulega stórum atriðum á við kenningar.  Og þá eru grundvallarreglum vísindamanna er þverbrotnar þegar mælitölum er breitt aftur í tímann.

Reynslan segir okkur að fiskimiðin þoli mun meiri veiði en nú er.  Í ljósi þess hvetur undirritaður, ríkisstjórn Íslands að auka þorskveiðar með þeim hætti að taka upp sóknarmark til reynslu til tveggja ára.  Markmiðið verði að:

  1. Fá allan veiddan fisk að landi.
  2. Fá raunverulegann samanburð á veiðistjórnunaraðferðum.
  3. Sjá með skýrum hætti áhrif aukinnar veiði á stofnstærð fiskistofnanna.
  4. Auka vinnu og gjaldeyrissköpun.
  5. Bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegsins, með verulegri veltuaukningu og lækkun kostnaðar.
  6. Auðvelda nýliðun í greininni.
  7. Færa sjávarbyggðum aftur nýtingarréttinn af fiskimiðunum.
  8. Efla byggð í landinu.

mbl.is Gríðarsterkur þorskárgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D.O. Skattakóngur ?

Í tilefni dagsins er kanski rétt að fara í smá sögutíma.  Frjálshyggjupostular sérhagsmunaklíkunnar er búinn að missa sig yfir skattamálum þannig að það er tímabært að rifja upp nokkur atriði.

 9. febrúar 2006,  Stefán Ólafsson:   Heimsmet í hækkun skatta?

“Flestir hafa nú áttað sig á því að skattbyrði hefur aukist mikið á Íslandi á síðustu árum, en ekki lækkað eins og stjórnvöld hafa haldið fram. Þó er fjármálaráðherra landsins enn að fullyrða að skattar hafi lækkað, meðal annars í fréttatilkynningum frá ráðuneytinu undir fyrirsögninni “Skattar hafa lækkað” (dags. 27. janúar sl. og aftur 6. febrúar).

Öll venjuleg gögn um skattbyrði sýna mikla aukningu á síðustu árum. Öll fyrri met í skattbyrði hafa í reynd verið slegin síðan 1996. Þessa sögu segja hagskýrslur frá Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun (meðan hennar naut við), OECD, Alþjóðabankanum og jafnvel tölur í ritinu “Þjóðarbúskapurinn” sem fjármálaráðuneytið sjálft gefur út.”

Hvert ár frá og með 1997 er metár í heildarskattbyrði frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ef frá er talið árið 1988, sem kom í kjölfar “skattlausa ársins” svokallaða, þá er árið 1999 metár hvað snertir mesta aukningu skattbyrðar á einu ári, allar götur frá 1965. Árið 2004 var einnig mikil aukning.”

“Þegar Davíð Oddsson yfirgaf stjórnmálin á seinni hluta síðasta árs leit hann til baka og rifjaði upp feril sinn og mat árangur í landsmálunum, meðal annars í Morgunblaðinu. Sagðist hann við það tækifæri vera hvað ánægðastur með skattalækkanir þær sem ríkisstjórnir hans hefðu framkvæmt.     Allir viðurkenndir mælikvarðar á skattbyrði sýna þvert á móti að ríkisstjórnir hans frá 1995 hafa slegið öll met í aukningu skattbyrðarinnar. Lækkun skattaálagningar sem ríkisstjórnin framkvæmdi með annarri höndinni var mun minni en hækkunin sem hún framkvæmdi með hinni (rýrnun skattleysismarka og barna- og vaxtabóta). Á valdatíma núverandi ríkisstjórnar hefur nettó heildarskattbyrði farið úr um 33% af landsframleiðslu í rúmlega 41%. Þetta er hækkun sem leggst einkum á heimilin því skattar á fyrirtæki voru vissulega lækkaðir. Davíð Oddsson og hjálparkokkar hans eru því stórtækustu skattheimtukóngar lýðveldisins.”

“Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem sat frá 1980-83 var vinstri stjórn í hugum sumra Sjálfstæðismanna (3 ráðherrar komu frá Sjálfstæðisflokki, í andstöðu við flokkinn, en aðrir ráðherrar voru frá Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi). Sú stjórn lækkaði skattbyrðina eins og sjá má á mynd 1.

mynd 1

Það virðist því ljóst að hægri ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar, sem setið hafa frá 1995, hafi slegið öll met í aukningu skattbyrðarinnar í landinu. Vinstri stjórnir standa þeim langt að baki í þessum efnum.”

mynd 2

“Niðurstaða OECD er sú, að skattbyrði á Íslandi hafi aukist mun meira en í nokkru öðru vestrænu ríki. Miklu munar á Íslendingum og þeim hagsælu þjóðum sem næstar koma, en það eru Norðmenn, Spánverjar og Svíar. Þjóðirnar til hægri á myndinni hafa hins vegar minnkað skattbyrðina. Ljóst er einnig að skattbyrði fyrirtækja á Íslandi hefur lækkað á tímabilinu þannig að aukna skattbyrðin leggst einkum á heimilin í landinu. Í fyrri grein minni (“Stóra skattalækkunarbrellan”, í Mbl. 18. jan.) sýndi ég að aukningin var einnig langmest hjá fólki í lægri tekjuhópunum.”

mynd 3

Skattbyrði einstaklinga og fjölskyldna hefur þannig aukist á Íslandi langt umfram það sem er almennt í OECD-ríkjunum og þegar þess er að auki gætt að aukning skattbyrðarinnar var mest í lægri tekjuhópunum verður ljóst hversu óvenjuleg þessi þróun á Íslandi er. Þá á alveg eftir að nefna hin sérstöku fríðindi sem stóreigna- og hátekjufólki eru færð með upptöku fjármagnstekjuskattsins og niðurfellingu hátekjuskatts og erfðafjárskatts. Þar hefur skattbyrðin verið létt, sem og hjá fyrirtækjum og eigendum þeirra. “

Niðurstaða OECD er sú, að skattbyrði á Íslandi hafi aukist mun meira en í nokkru öðru vestrænu ríki frá 1995 til 2004.”

19. september 2006, Stefán Ólafsson:  Skattar eru of háir

"Margt bendir til að skattar á Íslandi séu orðnir of háir. Ég skal þó aðeins nefna tvennt. Það fyrra er að skattbyrði almennings hefur aukist stórlega hér á landi sl. 10 ár, mun meira en almennt er í OECD-ríkjunum. Það seinna er að ríkissjóður skilaði á síðasta ári nærri 65 milljarða króna hagnaði sem að mestu leyti eru skatttekjur (tilfallandi tekjur eins og af sölu Símans eru ekki meðtaldar). Tekjuafgangur ríkissjóðs með einkavæðingartekjum var tæpir 113 milljarðar árið 2005. Þetta eru afar stórar upphæðir. Ríkið er að taka allt of mikið til sín af tekjum almennings.

    Samkvæmt gögnum OECD jókst heildarskattbyrði íslensku þjóðarinnar um 9,8%-stig frá 1995 til 2004, úr 32,1% í 41,9% af vergri landsframleiðslu. Það er líklega heimsmet í skattahækkunum á þessum tíma." 

"Þeir einu sem fengu raunverulega skattalækkun eftir 1995 voru fyrirtækjaeigendur, fjárfestar og hátekjufólk (tekjuhæstu 10% þjóðarinnar). Um 90% þjóðarinnar fékk á sig aukna skattbyrði. Það er óvenjulegt að slíkt skuli hafa gerst undir háværum loforðum ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta til allra.    Skattbyrði meðalfjölskyldunnar á Íslandi jókst úr rúmum 19% í tæp 24% af tekjum, eða um 4,5%-stig. Á sama tíma jókst skattbyrði fólks á aldrinum 66-70 ára um 9,1%-stig, 71-75 ára fólk fékk hækkun um 13,1%-stig og elsta fólkið í landinu, sem jafnframt hafði lægstu tekjurnar, fékk hækkun um 13,8%-stig. Því eldra sem fólk var og því lægri sem tekjurnar voru, þeim mun meiri varð aukning skattbyrðarinnar.    Fleira má nefna. Skattbyrði einhleypra öryrkja jókst úr 7% af tekjum í 17,1% frá 1995 til 2004. Loks jókst skattbyrði tveggja barna fjölskyldna með eina fyrirvinnu á meðaltekjum úr –14,5% í 6,6%, eða um 21,1%-stig. Á sama tíma lækkaði skattbyrði slíkra fjölskyldna í OECD-ríkjunum að meðaltali um -1,7%-stig (OECD-Taxing Wages 2005, bls. 106).   Aukin skattbyrði almennings á Íslandi var þannig mest hjá þeim sem minni tekjur og meðaltekjur höfðu. Það er einstök þróun á Vesturlöndum. Þessi stefna stjórnvalda hefur stóraukið ójöfnuðinn í samfélaginu."

"Það ætti því að vera mikið baráttumál fyrir alla Íslendinga að lækka nú stórlega skattbyrði lægri tekjuhópanna og einnig meðaltekjuhópanna. Í reynd á að lækka skattbyrði allra nema þeirra 10% landsmanna sem hæstar tekjur hafa og mestar eignir eiga. Þeir einir eru þegar búnir að fá mikla skattalækkun. Það fólk bjargar sér að auki mjög vel á markaði og þolir í reynd umtalsverða hækkun skatta. Eðlilegt markmið væri að skattbyrði þess þjóðfélagshóps yrði sviðuð og tíðkast í grannríkjunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hátekjufólk býr við óþarflega mikil skattfríðindi á Íslandi í dag."

"Ef skattastefnan sem ríkti árið 1994 væri enn í gildi væri kaupmáttur allra ofangreindra þjóðfélagshópa mun meiri en er í dag."

Hver er kóngurinn ?  Davíð Oddson.  Eigum við að ræða það einhvað?


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýlenduþjóð ?

Í framhaldi af síðustu færslu er ekki úr vegi að birta hér lesningu sem ég rakst á.  Greinin er að vísu ekki ný, en maður getur þá spurt sig, hvort einhvað hafi breyst til batnaðar í millitíðinni?

Efnið er úr grein í RANNÍS blaði frá því 10. mars 2005

"Reykjavík fær til sín hlutfallslega meira af opinberum umsvifum en borgin skilar til hins opinbera í formi skatttekna, samkvæmt nýrri rannsókn Vífils Karlssonar hagfræðings og dósents við viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst.  Hann hefur um árabil lagt stund á svæðarannsóknir, sem er sérsvið innan hagfræðinnar, og sér samsvörun á milli nýlendustefnu fyrri alda og yfirgang Reykjavíkurvaldsins gagnvart landsbyggðinni.

Vífill segir að um 75% af öllum umsvifum hins opinbera sé í Reykjavík en ríkið fær aðeins rúm 40% skatttekna sinna frá höfuðborginni."

"Landsbyggðin fær molanaÞað er ekki verið að sýsla við neina smá aura í þessu sambandi, segir Vífill.  Hið opinbera hefur frá árinu 1980 vaxið úr því að velta rúmum 35% af vergri landsframleiðslu í tæp 50%. Á sama tíma hefur landsframleiðslan aukist verulega. Í dag er velta hins opinbera að nálgast 400 milljarða króna ár hvert og því skiptir verulegu máli hvar þessum peningum er ráðstafað."

"Samkvæmt fyrstu niðurstöðum mínum eru 75% af öllum umsvifum hins opinbera í Reykjavík einni. Það fær þó ekki nema 42% af skatttekjum sínum frá borginni. Reykjanes, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes þar með talin, er ekki ráðstafað nema um 10% af veltu hins opinbera en þaðan koma 31% skattteknanna.  Restin af landinu fær ekki til sín nema um 15% af opinberum umsvifum þó að þaðan komi 27% skatttekna."

"Eins og þetta er í dag þá má líkja þessu við nýlendustefnu ýmissa ríkja hér áður fyrr þegar nýlendur voru skattpíndar en sjóðirnir síðan fluttir heim til nýlenduherranna. Ef áhugi er fyrir því að gefa svæðunum jafnari forsendur til hagvaxtar, þá eru þetta sterkar vísbendingar fyrir því að það þurfi annað hvort að færa til stofnanir eða lækka skatta á landsbyggðinni, segir Vífill Karlsson."

Og hverjir eru svo baggi á þjóðinni ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband