Greiðsluvandi, skuldavandi og eiginfjárvandi....

Ég er þakklátur fyrir það að teljast ekki til þess hóps sem á í alvarlegum greiðsluvanda.  Líklegast er almættinu svo fyrir að þakka og hugsanlega einhvað af þeim snefil af heilbrigðu skynsemi sem stundum skýtur upp kollinum hjá okkur hjónum.  Þannig munu kraftar 12 ára japansks eðalaldrifsbíls áfram verða nýttir af heimilisfólki, ásamt birtu 15 ára hlemmiskjás á sjónvarpskvöldum, svo dæmi séu tekin.

En þó svo að ég glími kanski ekki við greiðsluvanda og eignir mínar ekki það merkilegar að þær hafi skapað mér skuldavanda, þá er eiginfjárvandinn staðreynd.  Og það á örugglega við um stærstann hluta af fjölskyldum landsins. Það sem ég átti í íbúðinni, hirti hrunið, þrátt fyrir ítrasta aðhald í fjármálum í fjölda ára.

Er þetta fyrningarleiðin, að fyrna eignina en tryggja skuldina?  Ef hún er í lagi fyrir almenning er hún þá ekki í lagi fyrir lögaðila eða ríka?

En ég verð að spyrja, hvernig á því stendur að ríkisvaldið gat tekið þá ákvörðun að ábyrgast allar innistæður í bönkum á Íslandi, fyrir allt að 2.300 milljarða, hvers vegna getur ríkisvaldið ekki ábyrgst eigiðfé í fasteignum almennings fyrir 200 milljarða?  Ég geri ráð fyrir að við, almenningur fáum reikninginn í báðum tilfellum.

Þegar talað er um leiðréttingu á lánum er alltaf talað um þak á upphæðum.  Ef sama hefði verið gert á upphæðirnar í bönkum og allar innistæður undir 8 milljónum verið tryggðar, hefði mátt tryggja uþb. 97% af innistæðum einstaklinga og ca 92% af innistæðum félaga, en spara með því 1.400 milljarða.

Fyrir næsta bankahrun (ef ég skildi eiga pening), vinsamlegast minnið mig á hafa þá í banka.  Því þegar peningakerfi hrynur eru peningar öruggasta eignin........ :S


mbl.is 10.700 heimili í greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband