Sameining sveitarfélaga

Í ljósi þess að færsluritari hefur einhvað verið milli tannana á fólki undanfarið vegna byggðarmerkismálsins, langar mig að setja fram samlíkingu.

Sameining sveitarfélaga er sögð vera allra meina bót og til að bjarga byggð á Vestfjörðum eru öll sveitarfélög þar sameinuð í eitt. 

Finna varð viðeigandi nafn á króið, sem þó hefði einhverja sögu.  Nafnið Vesturbyggð varð fyrir valinu.  Ekki náðist samstaða um byggðarmerki á þeim tíma.

Til hagræðis í rekstri var öll stjórnsýsla sveitarfélagsins flutt á einn stað, Patreksfjörð.

Svo líður tíminn, sameiningin reynist ekkert draga úr fólksfækkun og fækkar íbúum á 20 ára tímabili, um 40% á flestum stöðum öðrum en Patreksfirði.

Patrekshreppur

Dag einn er dustað rykinu af gömlu merki Patrekshrepps, sem þykir bæði vera fallegt og lýsandi fyrir byggðarkjarna sveitarfélagsins.  Mikil sátt er um ákvörðunina sem þó var tekin í skjóli nætur, án samráðs við íbúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband