Óvinur þjóðarinnar nr. 1.

Merkilegt nokk.  Þessi pistill er hvorki um Icesave né Davíð Oddson, en þeir eru í næstu tveimur sætum.Grin

Í allri þeirri miklu umræðu sem verið hefur um innistæðutryggingarsjóð og þá skuldabyrgði sem það leggur á þjóðina, þykir mér merkilegt að ekkert sé talað um verðtryggingu lána, í því samhengi.

Sé miðað við núverandi gengi gjaldmiðla og  að endurheimtuhlutfallið af eignum Landsbankans verði 88% mun heildarkostnaðurinn vegna Icesvae nemur 507 milljarði króna á genginu 17 janúar 2010. Sé þeim kostnaði deilt niður á þjóðirnar nemur hann 1,5 milljónum króna á hvert mannsbarn á Íslandi eða 6-9 milljónum fyrir meðalfjölskyldu.

EF við hinsvegar reiknum út tiltölulega saklaust húsbréfalán upp á 15 milljónir, verðtryggt með 5,05% vöxtum til 30 ára og reiknum með 5% verðbólgu allann tímann verður útkoman þessi:

Afborgun 15.000.000.-, vextir 14.153.604.-, verðbætur 37.146.377.-    samtals kostnaður af 15.000.000.- láni 66.326.981.-

Ef við svo gerum ráð fyrir að húsnæðið dugi fyrir 5 manna fjölskyldu er kostnaður á mann vegna verðtryggingarinnar eingöngu ca. 7.429.275.-

Og óhætt er að reikna þessa upphæð á mann, tvisvar á lífsleiðinni !

Ég hélt að það væri andskondans nóg að glíma við einfalda verðbólgu, en tvöfalda er ekki hægt.

Þá ber þess að geta að samkvæmt þjóðarsáttarsamningunum átti verðtrygging lána að hætta á síðasta áratug síðustu aldar.  Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar ákvað hinsvegar að hætta við þau áform.  Takk fyrir það.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er margt skrítið í kýrhausnum og líka í þjóðarsálinni. Verðtryggingin hefur frá upphafi verið mikill kostnaðarauki fyrir alla lántakendur á Íslandi. Hún hefur aftur á móti haldið verðgildi innistæðna uppi. Verðtryggingin er okkar skattgreiðsla fyrir að hafa sérstakann gjaldmiðil. 

Ástæður þess að Davíð ákvað að standa ekki við loforð um að afleggja verðtrygginguna, tel ág að hafi fyrst og fremst verið að hann snérist gegn því aðsækja um aðild að ESB eins og um var rætt við stofnun Viðeyjarstjórnar sem hann og Jón Baldvin veittu forystu.

Að nú skuli lítið vera rætt um að leggja verðtryggingna af tel ég að geti tengst því að fólk telur að innganga í ESB sé neikvæður kostur fyrir okkur Íslendinga. Ég tel algjörlega óraunhæft (því miður, því ég vil verðtrygginguna burt) að gera sér vonir um að hægt verði að aflegga hana meðan við höfum krónuna.

Þessi staðreynd er meðal annast ein af ástæðum þess að ég er fylgjandi inngöngu í ESB.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 23:56

2 identicon

Sæl frú Hólmfríður.

Ég er þér algerlega ósammála.  Það er ekkert annað en léleg afsökun að kenna krónunni um afleita hagstjórn á Íslandi í gegnum árin.  Og með öllum þessum gjaldmiðlum í heiminum, hvernig stendur á því að aðeins þrjú lönd eru með verðtryggingu ????

Þetta er fyrst og fremst spurning um hugarfar og viðmið.  Það er vel hægt að reka hagkerfi jafn lítið og þetta án verðtryggingar.

Og að kalla þína skoðun staðreynd er bara bull.  Þú ert fyrst og fremst að nota þetta sem réttlætingu fyrir þinni skoðun.

En takk samt fyrir innlitið og kommentið.

Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:45

3 identicon

Það er fast skotið á þá sem commenta hjá þér Sigurður Ég ætla nú bara að spurja hvaða þrjú lönd eru það sem eru með verðtryggingu?

Ottó Þórðarson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 14:34

4 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Áður enn verðtryggingin var tekin upp voru sparifjáreigendur rændir. Að mestu var um að ræða gamalt fólk sem nurlað höfðu til efri árana. Verðbólgan á þeim tíma eyddi upp skuldum fólks vegna íbúðarkaupa. Öll hús sem byggð voru á þeim tíma eignaðist fólk á kostnað sparifjáreigenda. Ríkistjórn Steingríms Hermannssonar afnam verðtryggingu launa, hann var spurður að því af fréttamanni sjónvarps, hvort það myndi ekki enda með ósköpum að afnema verðtrygginguna á laun, en ekki lána. Steingrímur kom sér undan því að svara, en svarið blasir við okkur í dag.

Það er löngu orðið tímabært að hætta nota ónýtan gjaldmiðil. Er innganga í ESB og upptaka evru lausnin? Ef til vill, ef samningar nást um algjört yfirráð okkar íslendinga yfir fiskimiðunum.

Bjarni Líndal Gestsson, 19.1.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Ottó.  Það er rétt hjá þér, ég skýt stundum fast, kanski óþarflega fast í þessu tilfelli en kanski ekki. 

"Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna"  Veit ekki, gæti verið en verðtrygging er í fáum löndum alveg bannað.  Hinsvegar er almennt talað um að verðtrygging sé hér, í Argentínu og að mig minnir í einhverju Asíulandi.

Bjarni.  Eitt óréttlæti réttlætir ekki fleiri slík.  Hvervegna eiga td. þeir sem launamenn sem skulda að taka á sig tvöfalda verðbólgu en fjármagnseigendur að vera stikkfrí ??

Eftir því sem ég kemst næst var verðtrygging á laun afnumin með þjóðarsáttarsamningunum, í stjórnartíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar.  Það var fyrsta alvöru tilraunin til að koma böndum á verðbólguna.  Fram að þeim tíma hafði verið í gangi víxlverkun hækkandi verðlags og hækkandi launa oft á bilinu 40 - 99 %.  Í þeim sömu samningum kom fram sú stefna að afnema verðtryggingu lána.  Það sviku þeir Davíð Oddson og Jón Baldvin Hannibalsson.

Krónan er ekkert ónít ef ekki er farið með hana sem rusl og þau hagstjórnartæki notuð sem nothæf eru.  En einmitt sú staða að verðtryggð lán hér á landi og óheft flæði fjármagns hingað, skapaði þá bólu sem birtist og sprakk fyrir skemmstu.

Og við skulum heldur ekki gleyma því að ónýt byggðarstefna með hraðri fjölgun íbúa á litlu svæði bjó til íbúðarbóluna á sv-horninu. 

Sigurður Jón Hreinsson, 20.1.2010 kl. 00:09

6 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Sigurður.  Þegar Steingrímur afnam verðtryggingu launa átti hann að gera slíkt hið sama gagnvart lánum, annað hlaut að enda með ósköpum fyrr eða síðar. Það er rétt að verðbólgan lækkaði, sem var komin yfir 100% á tímabili. Spurningin er hvernig hægt sé að verðtryggja innstæður í bönkum án þess að verðtryggja lán. Það ætti að vera verkefni okkar hámenntuðu hagfræðinga. Miðað við reynslu fyrri ára leggur engin maður inn í bankanna sparifé sitt án þess að það sé verðtryggt, eða með verðbótavöxtum. Í dag eru vextir þegar orðnir neikvæðir.

Vandamálið er að krónan er rusl, og þarf í það minnsta að tengjast annarri mynt, svo hægt sé að leggja niður alla verðtryggingu. Hún gerir ekkert annað en að viðhalda verðbólgu. Útflutningsgreinar okkar hafa aldrei þurft að vanda sig, því krónan er ætíð látin síga þeim til hagsbóta og verðbógunni sem eldsneyti.

Að lokum, kvótakerfið og einkum framsalið mótaði byggðastefnuna.

Með bestu kveðju,

Bjarni Líndal Gestsson, 21.1.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband