Landsbyggðarvæl á Álftanesi?

Því miður er sú staða sem íbúar á Álftanesi upplifa núna, ekkert einsdæmi á Íslandi.  Á því er þó sá munur að víða er staðan ekki svona vegna gríðarlegrar skuldsetningar og offjárfestingar sveitarfélagsins vegna "góðæris", heldur vegna ónýtrar lagasetningar í sjávarútvegsmálum.

Þannig eru lögin að þó svo að hagsmunir sveitarfélaga og íbúa þeirra séu rúmlega 70% af verðmæti útflutts sjávarfangs, þá er þeim samt stjórnað af úgerðarmönnum.  Mörg dæmi eru um það að fyrirtæki flytji burtu og skilji sveitarfélög eftir sem rjúkandi rústir.

Fyrir íbúa Álftanes, segi ég bara eins og sagt er við aðra í sömu stöðu, sameinist öðru sveitarfélagi.  Á ykkar svæði er það minna mál en víða annarstaðar.


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sigurður hvar á ég að byrja?

Við getum ekki sakast við þann aðilann sem hefur farið að lögum, er það? Verðum við ekki að ræða málið þannig að sá aðilinn sem setur lögin þurfi að fá leiðbeiningu?

En varðandi flat-brók-nes er mikill vandi í uppsiglingu, en ekki bara hjá viðkomandi sveitarfélagi því tengingin nær lengra sem vert er að hafa áhyggjur af.

ER ekki viðmælandi Egils frá því í gær að vestan? hann fór ansi nálægt lausninni en veiðireynslan á síðustu 3 árum var ofaukið í hans tillögum, því með leigu getur ekki verið um rétt að ræða nema til áframhaldandi leigu frá uppsögn samnings til mjög takmarkaðs tíma, ekki til jafngildingar leigusala? ég man ekki bls.númerið úr bókinni en þarna er mikill munur á, því í lögum er ekkert sem skerðir rétt eða skerðingu á rétti, né tekið fram um áframhaldandi leigu eða framleigu, þó að framsal sé málvenja er í raun og veru verið að tala um framleigu á aflaheimildum. Þannig að í raun og veru er verið að tala um að stjórnvöld ætli að lögbinda framsalið með því að yfirtaka leigusamninginn, ertu ekki sammála þessu?

Ég verð að fara koma þessu skype í lag svo að það sé hægt að ræða þetta við þig með hljóði, en meira síðar, bið að heylsa í bili....

Friðrik Björgvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:50

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Friggi.  Þetta nær ekki nokkurri átt.  Með þessu áframhaldi þarf ég að fara að ræða við þig í síma !!  Þá verður farið að kólna í hevíti

Sigurður Jón Hreinsson, 23.2.2010 kl. 23:57

3 identicon

Já Siggi minn, þetta er algjört framtaksleysi en þegar maður vinnur við Tölvur allann daginn er kannski ekki alveg það sem maður fer að gera að baksa við þær á kvöldin líka..

Þú þarft að vinda aðeins ofan af þessari Framsóknartrúmennsku þá ferðu að koma til byggða í þessum málum, lestu smá í laga bókinni þá kemur fljótt inná þetta sem ég sagði þér..

Friðrik Björgvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband