6.11.2010 | 22:45
Annað eins hefur ekki sést frá stríðslokum!
Menn eru hugsi yfir framkvæmdaleysi í sjávarútveginum. Vill í því sambandi benda á nokkrar skýringar.
Minni þorskafli en nokkurntíma síðan á stríðsárunum.
Skuldsetning upp í rjáfur og búið að taka út arðsemi sjávarútvegsins mörg ár eða áratugi fram í tímann.
Afætur í sjávarútveginum, þeir sem veiða ekki kvótann heldur leigja hann bara út, mun verri blóðsugur en þiggjendur listamannalauna :)
Eina framtíðasýnin sem menn hafa er áframhaldandi samþjöppun og sameining fyrirtækja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll nafni .
Ég skil ekki þetta röfl í fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Af hverju ættu menn að vera að vera með stórframkvæmdir eða fjárfestingar þegar öll tól og tæki eru til staðar. Þessi tæki og tól eru til staðar en þau eru van nýtt eða ekki nýtt. Það var einmitt framkvæmdagleðin og fjárfestingarfylliríið sem fór með allt til fjandans.
Sumir mala og mala
minnst þeir hafa að segja
menn sem mikið tala
mættu stundum þegja.
(Jói S. Guðjóns)
Þú hittir alltaf naglann á höfuðið nafni enda framsóknarmaður af gamla skólanum
kv sighafberg
sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.