Orðum fylgir ábyrgð.

Því fer fjarri að ég sé búinn að ganga með þann draum lengi í maganum, að setja upp mína eigin bloggsíðu.  Satt að segja hafði mér aldrei dottið það í hug fyrr en mjög nýlega.  Hins vegar hefur mér þótt gaman að lesa annara blogg og sjá þannig hverslags hugmyndir og skoðanir fólk hefur.  Þegar þannig hefur borið undir, hef ég gjarnan skipst á skoðunum við viðkomandi bloggara og bent á aðra fleti á mönnum og málefnum, en viðkomandi hafa haft.  Ég hef talið að það væri í raun hlutur af frjálsum tjáskiptum og einmitt hluti af "blogg-menningunni", að skoðanaskipti væru á jafnréttisgrundvelli, á grundvelli málefna og þeir sem settu fram gagnríni á aðra tækju jafnframt við sambærilegri gagnrýni á eigin skoðanir og viðhorf.

Það að ég skuli vera farinn að blogga, er ákveðin (en óbein) áskorun frá ónafngreindum aðila, sem gat ekki tekið við gagnríni á skrif sín, en kaus þess í stað að læsa síðunni sinni.  Ég geri meiri kröfur til mín en svo, og þigg málefnalegar athugasemdir.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband