Virkur þáttakandi í átökum kaldastríðsins

"Það sem við pabbi höfum gert er hafið yfir alla gagnríni" eru skilaboðin sem Björn Bjarnason sendir í sambandi við símahleranir hjá almennum borgurum.

"Hann var sem kommúnisti og sósíalisti virkur þátttakandi í átökum kalda stríðsins og hélt fram málstað sínum af þunga. Sögunni verður ekki breytt, hvorki þætti þeirra, sem stóðu með málstað Kjartans né hinna, sem voru honum ósammála. Dómur sögunnar er á einn veg. Íslenska ríkið þarf ekki að biðja neinn afsökunar vegna þess dóms, en telji einstaklingar, að ríkið hafi á sér brotið, er eðlilegt, að um það sé fjallað á grundvelli laga og réttar."

Ég á von á að dómur sögunnar um athæfi Björns Bjarnasonar í ráðherrastól verði þau að leitun sé að verri einstaklingi með lægri siðferðiskennd í jafn valdamiklu embætti.  Geri ég fastlega ráð fyrir að leita þurfi út fyrir þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, til að finna hliðstæðu.


mbl.is Dómur sögunnar á einn veg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svo að þú vitir það þá er Björn EKKI verri einstklingur en þú. Staðreyndin er sú að börn velja sér ekki foreldra, eins og þú átt að vita. Bjarni Benediktson var einstakur gáfumaður og ef þú heldur eina mínútu að gamli góðhjartaði Kjartan Ólafsson hafi aldrei skrifað í sinn "Þjóðvilja" að nú sé kominn tími til að verkalýður þessa lands "grípi til sinna ráða gegn sjúkum stjórnvöldum þessa lands sem vilji ekki koma á kommúnisma, sem er besta stefna í heimi og gerir alla jafnréttháa" þá ert þú einföld persóna. Farðu á Þjóðskjalasafn Íslands, Laugaveg 168 og reyndu að fræðast. Undarlegast við þennan lista er það sem EKKI er þar: Svavar Gestsson, nú sendiherra, lærisveinn í Æskulýðsfylkingunni í Tjarnargötu, alla sunnudaga kl eitthvað hjá gömlum Stalínista sem hét Einar Olgeirsson að læra hjá honum hvernig ætti að undirbúa uppreisn "alþýðunnar" gegn "auðvaldinu og milliliðagróðapungunum (heildsalar sem selja vörur í verslanir)". Hann var síðar trúr sínum öfgamanni, Einari, ritstjóri "Þjóðviljans" og hvatti óspart til óeirða gegn hinum borgurunum. Dæmigert hvernig hinir fáu reyna að kúga fjöldann. Sem betur fer tókst að hafa hemil á óeirðum í borginni, þökk sé gáfumönnum eins og Bjarna Ben sem hugsaði um fólkið, ekki bara sinn flokk.

ertu eldri en 15 ára ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill.

Sigurður Þórðarson, 28.5.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Örn og takk fyrir kommentið.  Ég er ekki viss um að það gagnist neinum að vera að bera sína eða annara persónur við mína.

Ef þú heldur eina mínútu að Bjarni Benediktsson hafi ekki notfært sér símhleranir á pólutískann hátt fyrir sig og sinn flokk ert þú sjálfur einföld persóna.  Með sínum ólögmæta hætti, sá Bjarni til þess að friðhelgi fólks var fótum troðin, gengið á skoðanafrelsi manna, kúgaði þannig fjöldann og svívirti lýðræðisreglur samfélagsins.  Því miður eru einmitt ótal dæmi um það í mannkynssögunni að "Gáfumenni" hafi farið ílla með þjóðir sínar.

Björn Bjarnason er þá væntanlega viðlíka "gáfumenni".  Þegar hefur Björn sýnt af sér einstaka hæfileka til að minnka tiltrú almennings á dómskerfinu með því að skipa PÓLUTÍSKT í sæti dómara.  Og yfirþyrmandi áhugi Björns á því að vopna lögregluna, þvert á sýnilega þörf.  Í pistli sem Jón Steinar Ragnarsson birti á sínu Bloggi koma þessar tölulegu staðreyndir fram: http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/551769/

Að lokum vil ég geta þess að ég er 37 ára gamall, og þó svo að ég sé ekki kominn til "vits og ára" eins og sumar aðrir, er ég jafnframt í mun minni áhættu af elliglöpum.

Sigurður Jón Hreinsson, 28.5.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Þú neytar að horfast í augu við það eina sem skiptir máli: Þetta fólk stóð fyrir og studdi ofbeldisverk, þ.a.l. er réttlætanlegt að hlera hjá þeim síma og hafa annað eftirlit með þeim. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Viðar Freyr.

Það sem þú nefnir er ekki það eina sem skitpir máli.  Þar fyrir utan get ég ekki séð að þessi rök geti átt við nokkurn, og hvað þá, alla þá einstaklinga sem hlerað var hjá.Þó svo að menn hafi ákveðna stjórnmálaskoðun og vísi með því til ákveðinna stjórnmálamanni úti í heimi eða stjórnkerfi landa, er ekki þar með sagt að allt það sem fyrirmyndirnar aðhafist sé samþykkt eða einhvað sem menn ætla sér að gera sjálfir.  Dæmi:  Bandarísk stjórnvöld hafa stutt ríkulega marga einræðisherra, td. í Argentínu, Perú, Filipseyjum, Íran, Írak og svo mætti lengi telja.  Ekki þarf að fjölyrða um hvað þessar þjóðir hafa þurft að þola.  Má skilja sem svo að Íslendingar samþykkji slíka "þjóðhöfðinga" fyrst að við erum vinaþjóð Bandaríkjanna?  Ég held ekki.En það sem margir neita að horfast í augu við, þar á meðal Björn Bjarnason, er sú staðreynd að þingmenn, sem voru kjörnir eru til setu á Alþingi og njóta sérstakrar friðhelgi samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Þá má ekki handtaka nema þeir séu staðnir að glæp, þeir njóta sérstakrar verndar sem aðrir njóta ekki. Þau réttindi voru þeim veitt til þess að verja þá einmitt fyrir gerræðislegum aðgerðum eins og þeim sem dómsmálaráðherra stóð hér fyrir með þegar hann misbeitti valdi með skipulögðum hætti á árunum 1949-1968.  Pólitískri misbeitingu valds.En það sem gerir málið einna einkennilegast eru ættartengsl núverandi dómsmálaráðherra við forvera sinn.  Einmitt sú staðreynd ýtir undir þá hugsun að sá núverandi hafi ekki áhuga á að málið verði skoðað að fullu og að Björn sé ekki tilbúinn að viðurkenna mistök eða misbeitingu föður síns í ráðherrastóli.  Um Bjarna Benediktsson ætla ég ekki að fjölyrða sjálfur en vil byrta smá glefsu úr bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Benjamín Eiríksson sem gegndi eitt sinn trúnaðarstörfum fyrir stjórnvöld. Í bókinni um Benjamín er til dæmis eftirfarandi málsgrein: “Ég varð var við það að Bjarni var maður tortrygginn og ekki allur þar sem hann var séður. Hann fylgdist vel með, hafði menn í þjónustu sinni, sem litu eftir því sem gerðist… menn í kring um hann voru eins og brúður í leikhúsi.”

Þarf að segja meira?

Sigurður Jón Hreinsson, 30.5.2008 kl. 19:52

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Góða kvöldið Siggi.

Þú verður eiginlega að gera sér umræðuvef fyrir mig svo ég geti svarað sumum af þeim atriðum sem eru að koma fram hér á síðunni hjá þér. Ég skal svo sem segja mitt álit á BB.

  1. Hann átti að víkja undan umræðunni vegna tengsla og láta Geir Haarde (bróðir Steindórs) svara þessu.
  2. Hann er of haturfullur út í gamlar áherslur til að geta svarað þessu.
  3. Hann (sjálfstæðisflokkurinn) styður BNA í sínum pintingum á föngum í fangabúðum sem við eigum eftir að fá frekari vitneskju um eftir einhver ár.
  4. Hann verður nú að biðjast afsökunar Persónulega á þeim ummælum sem hann lét falla á Alþingi nú um daginn á þessum málum.
  5. Hann persónugerir aðgerðir stjórnvalda út í heimi á samtök á Íslandi sem höfðu ekkert með þær aðgerðir, sem er alveg út í Hróa Hött.
  6. Hann opinberaði hroka sinn gagnvar mótherjum íhaldsins á þessum árum og sýndi óvenju mikla mikla vanþekkingu á þróun alþjóðasamfélagsins á síðustu árum.
  7. Hann er hersinni í húð og hár, sem getur verið góður kostur en í hófi við þurfum að hafa varalið, björgunarlið til taks ef stórslys verða það sjá það allir en hvor þeir þurfi að vera að hætti Majors og hersiða er annað mál, meiga þeir ekki bara heita minsh og þinsh eða eins og í gamla daga þegar menn voru í Tinddáttaleik, hann er enn í honum.

Ég hef nú lokið námi og má segja að ég sé véliðnfræðingu og rekstariðnfræðingur, það er sama hvernig við snúum þessu en nú er ég með 15 einingum meira en þú sem ég veit að þú hefðir leikið þér að klára, en svona er bara tilveran, við eigum kannski eftir að hittast og klára en frekara nám í eitthverju allt öðru.

Láttu heyra frá þér og komdu með eina vísu á bloggið hjá mér ég er alveg stýflaður, þetta vaxtaútreikningar og skortstöðu kjaftæði var að fara með mig.

FB...

Friðrik Björgvinsson, 31.5.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband