D.O. Skattakóngur ?

Í tilefni dagsins er kanski rétt að fara í smá sögutíma.  Frjálshyggjupostular sérhagsmunaklíkunnar er búinn að missa sig yfir skattamálum þannig að það er tímabært að rifja upp nokkur atriði.

 9. febrúar 2006,  Stefán Ólafsson:   Heimsmet í hækkun skatta?

“Flestir hafa nú áttað sig á því að skattbyrði hefur aukist mikið á Íslandi á síðustu árum, en ekki lækkað eins og stjórnvöld hafa haldið fram. Þó er fjármálaráðherra landsins enn að fullyrða að skattar hafi lækkað, meðal annars í fréttatilkynningum frá ráðuneytinu undir fyrirsögninni “Skattar hafa lækkað” (dags. 27. janúar sl. og aftur 6. febrúar).

Öll venjuleg gögn um skattbyrði sýna mikla aukningu á síðustu árum. Öll fyrri met í skattbyrði hafa í reynd verið slegin síðan 1996. Þessa sögu segja hagskýrslur frá Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun (meðan hennar naut við), OECD, Alþjóðabankanum og jafnvel tölur í ritinu “Þjóðarbúskapurinn” sem fjármálaráðuneytið sjálft gefur út.”

Hvert ár frá og með 1997 er metár í heildarskattbyrði frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ef frá er talið árið 1988, sem kom í kjölfar “skattlausa ársins” svokallaða, þá er árið 1999 metár hvað snertir mesta aukningu skattbyrðar á einu ári, allar götur frá 1965. Árið 2004 var einnig mikil aukning.”

“Þegar Davíð Oddsson yfirgaf stjórnmálin á seinni hluta síðasta árs leit hann til baka og rifjaði upp feril sinn og mat árangur í landsmálunum, meðal annars í Morgunblaðinu. Sagðist hann við það tækifæri vera hvað ánægðastur með skattalækkanir þær sem ríkisstjórnir hans hefðu framkvæmt.     Allir viðurkenndir mælikvarðar á skattbyrði sýna þvert á móti að ríkisstjórnir hans frá 1995 hafa slegið öll met í aukningu skattbyrðarinnar. Lækkun skattaálagningar sem ríkisstjórnin framkvæmdi með annarri höndinni var mun minni en hækkunin sem hún framkvæmdi með hinni (rýrnun skattleysismarka og barna- og vaxtabóta). Á valdatíma núverandi ríkisstjórnar hefur nettó heildarskattbyrði farið úr um 33% af landsframleiðslu í rúmlega 41%. Þetta er hækkun sem leggst einkum á heimilin því skattar á fyrirtæki voru vissulega lækkaðir. Davíð Oddsson og hjálparkokkar hans eru því stórtækustu skattheimtukóngar lýðveldisins.”

“Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem sat frá 1980-83 var vinstri stjórn í hugum sumra Sjálfstæðismanna (3 ráðherrar komu frá Sjálfstæðisflokki, í andstöðu við flokkinn, en aðrir ráðherrar voru frá Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi). Sú stjórn lækkaði skattbyrðina eins og sjá má á mynd 1.

mynd 1

Það virðist því ljóst að hægri ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar, sem setið hafa frá 1995, hafi slegið öll met í aukningu skattbyrðarinnar í landinu. Vinstri stjórnir standa þeim langt að baki í þessum efnum.”

mynd 2

“Niðurstaða OECD er sú, að skattbyrði á Íslandi hafi aukist mun meira en í nokkru öðru vestrænu ríki. Miklu munar á Íslendingum og þeim hagsælu þjóðum sem næstar koma, en það eru Norðmenn, Spánverjar og Svíar. Þjóðirnar til hægri á myndinni hafa hins vegar minnkað skattbyrðina. Ljóst er einnig að skattbyrði fyrirtækja á Íslandi hefur lækkað á tímabilinu þannig að aukna skattbyrðin leggst einkum á heimilin í landinu. Í fyrri grein minni (“Stóra skattalækkunarbrellan”, í Mbl. 18. jan.) sýndi ég að aukningin var einnig langmest hjá fólki í lægri tekjuhópunum.”

mynd 3

Skattbyrði einstaklinga og fjölskyldna hefur þannig aukist á Íslandi langt umfram það sem er almennt í OECD-ríkjunum og þegar þess er að auki gætt að aukning skattbyrðarinnar var mest í lægri tekjuhópunum verður ljóst hversu óvenjuleg þessi þróun á Íslandi er. Þá á alveg eftir að nefna hin sérstöku fríðindi sem stóreigna- og hátekjufólki eru færð með upptöku fjármagnstekjuskattsins og niðurfellingu hátekjuskatts og erfðafjárskatts. Þar hefur skattbyrðin verið létt, sem og hjá fyrirtækjum og eigendum þeirra. “

Niðurstaða OECD er sú, að skattbyrði á Íslandi hafi aukist mun meira en í nokkru öðru vestrænu ríki frá 1995 til 2004.”

19. september 2006, Stefán Ólafsson:  Skattar eru of háir

"Margt bendir til að skattar á Íslandi séu orðnir of háir. Ég skal þó aðeins nefna tvennt. Það fyrra er að skattbyrði almennings hefur aukist stórlega hér á landi sl. 10 ár, mun meira en almennt er í OECD-ríkjunum. Það seinna er að ríkissjóður skilaði á síðasta ári nærri 65 milljarða króna hagnaði sem að mestu leyti eru skatttekjur (tilfallandi tekjur eins og af sölu Símans eru ekki meðtaldar). Tekjuafgangur ríkissjóðs með einkavæðingartekjum var tæpir 113 milljarðar árið 2005. Þetta eru afar stórar upphæðir. Ríkið er að taka allt of mikið til sín af tekjum almennings.

    Samkvæmt gögnum OECD jókst heildarskattbyrði íslensku þjóðarinnar um 9,8%-stig frá 1995 til 2004, úr 32,1% í 41,9% af vergri landsframleiðslu. Það er líklega heimsmet í skattahækkunum á þessum tíma." 

"Þeir einu sem fengu raunverulega skattalækkun eftir 1995 voru fyrirtækjaeigendur, fjárfestar og hátekjufólk (tekjuhæstu 10% þjóðarinnar). Um 90% þjóðarinnar fékk á sig aukna skattbyrði. Það er óvenjulegt að slíkt skuli hafa gerst undir háværum loforðum ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta til allra.    Skattbyrði meðalfjölskyldunnar á Íslandi jókst úr rúmum 19% í tæp 24% af tekjum, eða um 4,5%-stig. Á sama tíma jókst skattbyrði fólks á aldrinum 66-70 ára um 9,1%-stig, 71-75 ára fólk fékk hækkun um 13,1%-stig og elsta fólkið í landinu, sem jafnframt hafði lægstu tekjurnar, fékk hækkun um 13,8%-stig. Því eldra sem fólk var og því lægri sem tekjurnar voru, þeim mun meiri varð aukning skattbyrðarinnar.    Fleira má nefna. Skattbyrði einhleypra öryrkja jókst úr 7% af tekjum í 17,1% frá 1995 til 2004. Loks jókst skattbyrði tveggja barna fjölskyldna með eina fyrirvinnu á meðaltekjum úr –14,5% í 6,6%, eða um 21,1%-stig. Á sama tíma lækkaði skattbyrði slíkra fjölskyldna í OECD-ríkjunum að meðaltali um -1,7%-stig (OECD-Taxing Wages 2005, bls. 106).   Aukin skattbyrði almennings á Íslandi var þannig mest hjá þeim sem minni tekjur og meðaltekjur höfðu. Það er einstök þróun á Vesturlöndum. Þessi stefna stjórnvalda hefur stóraukið ójöfnuðinn í samfélaginu."

"Það ætti því að vera mikið baráttumál fyrir alla Íslendinga að lækka nú stórlega skattbyrði lægri tekjuhópanna og einnig meðaltekjuhópanna. Í reynd á að lækka skattbyrði allra nema þeirra 10% landsmanna sem hæstar tekjur hafa og mestar eignir eiga. Þeir einir eru þegar búnir að fá mikla skattalækkun. Það fólk bjargar sér að auki mjög vel á markaði og þolir í reynd umtalsverða hækkun skatta. Eðlilegt markmið væri að skattbyrði þess þjóðfélagshóps yrði sviðuð og tíðkast í grannríkjunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hátekjufólk býr við óþarflega mikil skattfríðindi á Íslandi í dag."

"Ef skattastefnan sem ríkti árið 1994 væri enn í gildi væri kaupmáttur allra ofangreindra þjóðfélagshópa mun meiri en er í dag."

Hver er kóngurinn ?  Davíð Oddson.  Eigum við að ræða það einhvað?


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Á

En það breytir ekki því að þetta er hrein viðbót við skattkerfið sem er núna

Bjarki Á, 18.11.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ertu viss?  Er þetta ekki frekar ákveðin leiðrétting!

Sigurður Jón Hreinsson, 18.11.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Aliber

50 milljarða skatttekjuaukning til ríkissins af skattstofni sem er að dragast saman. Þetta er hressileg viðbót.

Aliber, 18.11.2009 kl. 23:59

4 identicon

Þú ættir að vera í pólitík maður... þetta er hundleiðinlegur pistill og ekki einu sinni hálfur sannleikurinn...

Það vita það allir tölulega þenkjandi menn að prósentutölur einar og sér segja manni ekki neitt. Skora á þig að fara yfir eitthvað meira en bara skattbyrðina, eins og til dæmis hvernig meðaltekjur fólks hafa hækkað á þessum árum. Ég er mjög stoltur af því í dag að hafa farið úr því árið 2005 að borga enga skatta, fékk meira að segja hellings barnabætur, vaxtabætur og þess háttar til baka og lifði bara góðu lífi á mínum lágu tekjum, í það að vera að borga til baka þá þjónustu sem ég hef verið að fá í gegnum árinn.

Sigurður Garðar (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 00:58

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ég þakka hlý orð í minn garð.  Ég vona samt að pólutík sé skemmtilegri en pistillinn.

Mér finnst ekkert skrítið að þú nafni, sért stolltur af því að hækka í launum og þá væntanlega einnig í virðingarstiga þjóðfélagsins, með betri fjárhag. 

Sigurður Jón Hreinsson, 19.11.2009 kl. 12:37

6 Smámynd: Bó

Fullyrðing: Þrepaskipting = mismunum = mannréttindabrot (engin heimild fyrir fullyrðingunni fannst)

Dæmi:
2 börn fæðast sama dag.

6 árum síðar byrja þau bæði í grunnskóla.

10 árum síðar byrja þau bæði í framhaldsskóla. Eru að nálgast sjálfráða aldur og meta hvort um sig hversu mikilvægt er að setja sér námsmarkmið í lífinu.

4 árum síðar byrjar "barn" A í háskólanámi þar sem það telur að það muni hjálpa til við að ná settu markmiði. "Barn" B fer út á vinnumarkaðinn þar sem það hefur ekki sett sér frekari markmið varðandi menntun. "Barn" B  greiðir ákveðna %tölu af launum sínum í skatt.

5 árum síðar kemur "barn" A út á vinnumarkaðinn líka. Byrjunarlaunin eru svipuð og laun "barns" B sem þó hefur verið á vinnumarkaði í 5 ár. Bæði "börnin" greiða sömu % tölu af launum sínum í skatt.

3 mánuðum síðar fær "barn" A launa hækkun í samræmi við ákvæði í ráðningasamningi. "Barn" B heldur sömu launum. Bæði "börnin greiða sömu %tölu af launum sínum í skatt.

9 mánuðum síðar fá bæði börnin launahækkun samkvæmt kjarasamningum. "Barn" A fær að auki launahækkun samkvæmt ákvæði í ráðningasamningi. Bæði "börnin" greiða sömu % tölu af launum sínum í skatt. 

6 mánuðum síðar fær "Barn" A launahækkun eftir að hafa farið fram á það við vinnuveitandann. Bæði "börnin" greiða sömu % tölu af launum sínum í skatt. 

6 mánuðum síðar SKAL "Barn" A greiða HÆRRI tekjuskatt en "Barn" B.

Niðurstaða: Mismunum

, 19.11.2009 kl. 14:46

7 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Takk fyrir þetta Bó.  Verst ég veit ekki alveg við hvað þú ert að miða.  Því eins og stendur í færslunni hjá mér; "

Þeir einu sem fengu raunverulega skattalækkun eftir 1995 voru fyrirtækjaeigendur, fjárfestar og hátekjufólk (tekjuhæstu 10% þjóðarinnar). Um 90% þjóðarinnar fékk á sig aukna skattbyrði."

Það verður að teljast mismunun, samkvæmt þínum skilningi.

Sigurður Jón Hreinsson, 19.11.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband