Leikreglur lýðræðis

Íslensk stjórnvöld eru rúin trausti eftir fádæma sinnuleysu í aðdraganda bankakreppunnar.  Undir slíkum kringumstæðum eiga menn að víkja af vetvangi. Hvernig viðhorf búast menn við að erlend ríki hafi gagnvart Íslandi, ef enginn ætlar sér að bera ábyrgð á þjóðargjaldþroti ??? 

Það má telja alveg öruggt að í atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina, kusu allnokkrir þingmenn gegn sinni sannfæringu, flestir í liði ríkisstjórnarinnar.  Sá eini sem örugglega kaus samkvæmt sinni sannfæringu og engu öðru, er Kristinn H. Gunnarsson.  Ég er efnislega ósammála Kristni H, en jafn undarlega og það kann að hljóma, tel ég að hann hafi staðið rétt að beitingu síns atkvæðis og fær fyrir vikið hrós frá mér.

Alþingi byggir tilveru sína á lýðræði fyrst og síðast.  Flokkslínur og fyrirskipanir forystumanna flokka til þingmanna um að kjósa þvert á sína sannfæringu á ekkert skylt við lýðræðið.  Brjóti Alþingismenn þá grundvallar lýðræðisreglu á sér og sínum vinnufélögum eru þeir að vanvirða Alþingi Íslendinga og hugtakið lýðræði.

Undir slíkum kringumstæðum er ekki að undra að virðing fyrir Alþingi og Alþingismönnum sé takmörkuð í þjóðfélaginu, sé vægt til orða tekið.


mbl.is 58% vilja kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

En þetta er orðin hefð. Það má nú ekki fara að breyta út af hefðinni, þá fyrst er lýðræðinu ógnað.

Ársæll Níelsson, 27.11.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband