Stóra málið

Án þess að ég ætli að gera lítið úr Icesave-málinu þá er annað mál stærra og margfallt kostnaðarsamara fyrir Íslenska þjóð, kvótakerfið.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur er óþreitandi að vekja máls á þessu.  Honum reiknast til að msimunurinn frá því sem Hafró lofaði sé litlar 3000 milljarðar króna.

Dágóð summa það.  Hvenær ætla menn að vakna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fiskveiðistjórnun og gjafakvótkefið eru hvort um sig stór mál. Einhvern vegin læðist að mér sá grunur að  LÍÚ finnist að mörgu leit gott að auka kvótann ekki um of. Það gerir braskið arðvænlegra og ekki er eins mikil hætta á að nýjum hópum verði hleyft að. Þeim fannst ekki sniðugt að leyfa strandveiðarnar. Þar komust menn loks á sjó sem ekki áttu kvóta og fengu fullt verð fyrir aflann.

Mín tilfinning er sú að krókaveiðar verði auknar og þá jafnvel utan gjafakvótans. Nú eru hvorki Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn við völd og þá eru kvóteigendur ekki með bein tengingu inn í ríkisstjórnina. Ég hygg að JB hafi talið sig þurfa að halda í atkvæði umhverfisverndarsinna, en ekki verið að þóknast LÍÚ.

Svo er eftir að láta reyna á afnám gjafakvótans og hvaða leið verður valin þar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.8.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband