Færsluflokkur: Formúla 1

Rangláti dómarinn !

Þetta var alveg þrusu keppni og endaspretturinn var æsilegur.  En mikið óskaplega geta dómarar verið skrítnir.  Sigurinn dæmdur af Hamilton fyrir engar sakir.  Hann skar að vísu eina beyju full mikið til að forða árekstri við Kimi, enda fór þeir samsíða í beyjuna en Kimi þvingaði hann út úr brautinni.  Strax á eftir gefur Levis eftir sætið, fer aftur fyrir Kimi, en vegna bleitu á brautinni var Kimi farinn að bremsa mun fyrr en eðlilegt er.  Þess vegna skýtur Hamilton sér aftur framúr.  Seinna þurfti Levis aftur að forða árekstri, þá  við Williamsbíl og aka útfyrir brautina.  Kimi fer þá aftur framúr en snýr aftur bílnum örstuttu seinna.  Levis fer þá aftur framúr Kimi heldur áfram en klessir á vegg stuttu seinna og fellur úr leik.

Nú getur maður spurt sig, hversvegna fær Hamilton 25 sekúndna refsingu, en Massa fékk fjársekt eftir síðustu keppni vegna atviks á þjónustusvæði?  Í ljósi þess sem síðar gerist í sama hring, hvaða áhrif hefur meintur verknaður á úrslit keppninnar?

Og að lokum.  Burt með götukappaksturinn í F1.  Monsa og Valensia eru leiðinlegustu keppnir ársins.  Þar eru engir framúrakstur, bara endalausar bílalestir.  En SPA Grin  


mbl.is Sigur dæmdur af Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband