Færsluflokkur: Fréttablogg

LÖNGU tímabær endurskoðun

Það er því miður lýsandi fyrir Þyrnirósarsvefn núverandi ríkisstjórnar, að aðeins eru eftir uþb. 30 dagar af 180 daga fresti sem Mannréttindarnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf ríkinu til að lagfæra lögin um stjórn fiskveiða á þann hátt að þau skertu ekki atvinnufrelsi manna.  Ekkert hefur verið unnið í málinu þennan tíma og virðist ríkisstjórnin halda í það hálmstrá að málinu verði ekki fylgt eftir eða að það gleymist.

Það vill svo til að á fundi Atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar fyrir skemmstu var til umfjöllunar tillaga frá einum fulltrúa í bæjarstjórn, sem var á þá leið að reglur um byggðarkvóta væru settar af ráðuneytinu og þannig komið í veg fyrir að ásakanir um hagsmunaárekstra og hagsmunapot fylgdu úthlutun á byggðarkvóta.  Atvinnumálanefnd treysti sér ekki til að mæla með áður nefndri tillögu.  Ég hinsvegar skilaði svohljóðandi séráliti, en fundargerðina má finna á vef Ísafjarðarbæjar:

"Sigurður Hreinsson skilaði inn séráliti:  Sigurður telur að stjórnvöld þurfi nú þegar að fara í endurskoðun fiskveiðistjórnunarlaga, í kjölfar á áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna.  Lögð verði áhersla á að byggðir landsins fái notið nálægðar við auðlindir hafsins til jafns við aðrar auðlindir á landi og gagnist þeim sem við hana búa.  Er í þeim efnum  vísað til 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.  Með ofangreindum áherslum má losna við það þrætuepli sem byggðakvótinn er, þrátt fyrir góðan ásetning."

Þorskveiði 1920-1995

Það er fyrir löngu orðið tímabært að menn viðurkenni það að þessi rúmlega 20 ára tilraun hefur hrapalega mistekist.  Ekkert af markmiðum kvótakerfisins hefur gengið eftir og það verður að segjast að aldrei hefur það verið jafn fjarri lagi.  Tökum nokkur dæmi:

  • Þvert á yfirlýst markmið um að vernda fiskistofna á Íslandsmiðum eru þeir nú margir í lágmarki, ef ekki að hruni komnir.
  • Þvert á yfirlýst markmið hafa lögin haft skelfilegar afleiðingar í för með sér jafnt fyrir byggðina í landinu, sjávarútvegsfyrirtæki sem þjóðarbúið í heild sinni.  Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve vel hefur tekist að ná fram markmiðum laganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Um það ber slæm staða sveitarfélaga víða um land vitni, auk mikillar fólksfækkunar í sjávarbyggðum. Fiskvinnsla í landi heyrir sögunni til í mörgum sjávarplássum.
  • Afkastageta fiskiskipaflotans hefur lítið minnkað þrátt fyrir að skipunum hafi einhvað fækkað.
  • Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafa ekkert minnkað, heldur stóraukist og hafa aldrei verið meiri en í dag. Skuldir sjávarútvegsins hafa farið úr um 90 milljörðum í 265 milljarða á rétt rúmum áratug.
Nú er svo komið að fiskveiðiþjóðin er í gíslingu fjármagnseigenda.  Fyrir kvótaeigendur skiptir í dag meira máli að hafa kvótann minni en að hann sé aukinn.  Með þeim hætti er jafnt leiguverð og endursöluverð haldið í hámarki. 


mbl.is VG vilja breyta lögum um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steini og Olli ?

Feitlagið fólk á síaukinn þátt í því að stuðla að lotslagsbreytingum á jörðinni.  Var það ekki.  Allt feita fólkinu að kenna!  

Annars er vel hægt að sökkva sér dýpra í þessi fræði, en þetta.  Til dæmis má alveg spyrja sig að því hvað óþarfa ferðalög fólks (sumarleyfi) eru að skapa stórann part af loftslagsvandanum.  Nú eða það að fólk búi í það stórum bæjum (borgum) að það þurf af fara allra sinna ferða á bílum.

Svo er það auðvitað fæðuöflunin.  Það er ekkert sérstaklega vistvænt að draga risatroll á eftir verksmiðjuskipi.  Eða vestrænn verksmiðjubúskapur....

Þegar upp er staðið er einhver vistvænasta fæðuöflunaraðferðin er að skjóta hval!


mbl.is Offita stuðlar að loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska efnahagsundrið ??

Ja há, það er nefnilega það.  Ekki er nú langt síðan að allir horfðu öfundaraugum á íslenska efnahagsundrið.  Bissness menn frá Íslandi voru að kaupa allann heiminn.

En hvað gerðist.  Það spútniklið sem skaust á örskotsstundu í hæstu hæðir viðskiptanna, hrapar nú stjórnlaust, hraðar og hraðar til jarðar. 

Öll þenslan og góðærið á Íslandi var bara plat, fengið á gengistryggðu bílaláni, eða endurfjármögnuðu fasteignatryggðu eyðsluláni viðskiptabankanna.

Töfralausnin er svo sú að gefa fjármálafyrirtækjunum 60 MILLJARÐA.


mbl.is Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttaviðburður

Bara aðeins að koma með smá komment.

Ég eyddi allri helginni á Öldungamóti Blaksambands Íslands sem haldið var á Ísafirði og nágrenni.  Líklega er um að ræða stæðsta íþróttamót fyrir fullorðna sem haldið verður á þessu ári.  Samt sem áður fann leitarvélin Google ekki staf um þetta mót á stóru íslensku fréttavefunum.  Trúlega telst þetta ekki vera nógu merkileg íþrótt, amk ekki í samanburði við það að einhver gaur slysast til að koma boltanum tvisvar í markið í sama fótboltaleiknum.

Vill samt vetja ykkur til að fara inn á þessar síður og skoða myndir frá mótinu og sjá úrslit leikja og hvernig liðum gekk í hverri deild.

http://www.hsv.is/skellur/?myndaalbum

http://blak.is/


mbl.is Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur heldur mig, sig.....

Ég held að Árni Matthiesen ætti að drífa sé að námskeið í mannasiðum, til að byrja með.  Það er alveg með ólíkindum að hann skelli öðru eins fram eins og þessu að Umboðsmaður Alþingis sé búinn að mynda sér skoðun á málinu áður en hann fær öll gögn.  Árni ætti manna best að vita það að hann hefur ekki efni á slíkum orðum, þar sem hann var löngu búinn að ákveða hver yrði dómari áður en hann las í gegnum öll gögn málsins.

Núna þegar Árni er búinn að skýta yfir Umboðsmann Alþingis, dómaravalnefndina og þar af leiðandi stórann part Hæstaréttar, held ég að hann ætti aftur að fara að sinna dýrum.  Í því er hann amk. menntaður og ætti jafnvel að vita einhvað hvað hann er að gera. 


mbl.is Telja að ráðherra eigi að biðja umboðsmann afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi frétt

"Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víðast autt þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði."   Hvað segir þessi frétt manni?  Fréttin gefur tilkynna að allir vegir á svæðinu séu færir, ekki satt?

Ég heyrði af manni sem var á leiðinni til Ísafjarðar núna fyrir páskana.  Þar sem ekki var hægt að sjá það neinstaðar á leiðinni og fréttir gáfu til kynna, líkt og þessi, að allir vegir á leiðinni væru færir, ók hann sem leið lá um Búðardal og tók þar af leiðandi Vesturleiðna svokölluðu, enda væri hún klárlega styst núna, væri hún fær.  Það var ekki fyrr en komið var í Flókalund sem það kom í ljós að Dynjandisheiðin væri ófær.  Heppilegt að taka nokkurhundruð kílómetra aukakrók núna þegar eldsneyti er hvað billegast.

Mér finnst nógu skammarlegt af Vegagerðinni að halda leiðinni Dýrafjörður-Vatnsfjörður lokaðri en að finnast það síðan svo sjálfsagt að það taki því ekki að minnast á það.  Margir hafa verið reknir fyrir minna.


mbl.is Hálkublettir víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áræðanleiki upplýsinga Vegagerðarinnar

Þessi stutta frétt lýsir prýðilega hversu áræðanlegar upplýsingar Vegagerðarinnar eru.  Þess er vandlega gætt í tilkynningunni að óþægilegu heiðarnar þeirra séu ekki nefndar.  Þær eru nefnilega alltaf hafðar lokaðar.  Því hvað í fjandanum ættu Patreksfirðingar að vera að þvælast á Ísafjörð frekar en td. Húsvíkingar á Akureyri, Eskfirðingar á Egilsstaði eða Selfyssingar til Reykjavíkur.  Nei fólk getur nú víst bara verið heima hjá sér.
mbl.is Góð færð um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hálka á Hrafnseyrarheiði

Og ekki á Dynjandisheiði heldur.  Þær eru bara ófærar. 

Samt er góð færð um allt land.

Heyrði um daginn af því er maður hringdi í Vegagerðina og spurði um mokstur á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar.  Konan sem svaraði hló í símann og spurði hvort að hann vissi ekki hvaða árstími væri.  Hann svaraði á móti hvort að hún vissi ekki hvaða öld væri.

Sjálfur hef ég lent í svipuðu, þá var mér sagt að hringja aftur um vorið. 

 


mbl.is Hálka víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ekki lengur til?

Makalaust helvíti.  Það virðist vera alger óþarfi að minnast á það að samgöngur milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða eru í algerum ólestri.  Vegalengdin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er í dag 639 km en á sumrin eru það 172km.

Lengingin jafngildir því að íbúi á Selfossi þurfi að aka norður Kjalveg, til Blönduós, suður Holtavörðuheiði, um Borgarfjörð og Hvalfjarðagöng, til að komast til Reykjavíkur. 

Það væri auðvitað ekkert eðlilegra.....


mbl.is Færðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvörun til vegfarenda

Það er rétt að vara þá vegfarendur við sem eru á leiðinni um Hrafnseyrar og Dynjandisheiði, að þær eru ófærar sem stendur, hafa verið undanfarna tvo mánuði og ef veðurguðirnir eru Vegagerðinni hliðhollir verða heiðarnar áfram ófærar næsta mánuðinn.

Er því rétt að benda þeim ökumönnum á sem staddir eru á þessum tveimur heiðum, að fara sparlega með eldsneyti og mat.  Þeir gætu þurft að bíða svolítinn tíma.

Hinir sem ekki eru farnir af stað og þurfa að komast milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er bent á að þessir 467km lenging á leiðinni er nauðsynleg til að tryggja afkomu olíufélaganna.  Þetta er ekki haft svona að ástæðulausu.

  • Ísafjörður - Patreksfjörður 172km sumarvegur
  • Ísafjörður - Patreksfjörður 639km vetrarvegur
  • Lenging 467km eða margfeldi 3,71

mbl.is Varað við sandstormi á S-Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband