Færsluflokkur: Fréttablogg

Ekki mengun af svona starfsemi

Þetta er alveg magnað.  Það virðist ekki vera nein neikvæð áhrif af svona framkvæmdum eða framleiðslufyrirtæki.  Og þótt að atvinnuleysið sé varla mælanlegt er mikil þörf fyrir þennan vinnustað.  Ég held að þeir sunnlendingar sem baula hæst yfir mögulegri olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum ættu nú að fara að einbeita sér að einhverju öðru en eigin nafla.  JÖRÐIN snýst EKKI í kringum naflann á ykkur.

Að bæta við álveri á Reykjanesi gerir Faxaflóa að einu af menguðustu svæðum Evrópu.  Hvaða áhrif hefur það á ímynd Íslands?  Ég efast um að mannlausir og mengunarlausir Vestfirðir bæti það upp.


mbl.is Aukafundir boðaðir síðdegis til að ræða álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

And-legur leiðtogi Reykvíkinga

Það er alþekkt meðal bænda og þeirra sem nýta varplönd sem hlunnindi, að gæsla og eyðing á vargi skiptir sköpum til að varp lifi af.  Það á ekki að koma á óvart, amk. varðandi æðarfuglinn og kríuna.  Hinsvegar er auðvitað spurning hvernig aðrar fuglategundir taka við því.

Það sem ég velti meira fyrir mér í þessu samhengi, er framtíð Vatnsmýrarinnar og friðlandsins þar.  Vilja Reykvíkingar virkilega eyðileggja það að verulegu leiti með stórtækri uppbyggingu mannvirkja?

Og í því samhengi, er réttlætanlegt að ráða mann til svo tímabundinna starfa, "vitandi" það að starfið verði lagt niður eftir 20 ár?


mbl.is Vilja ráða andapabba til starfa við Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum verið svikin !

Kallaði vonsvikinn Vestmanneyingurinn upp yfir sig þegar hann leit út um svefnherbergisgluggann.  Gróðurhúsaáhrif hvað ha.  Þetta lýkist nú frekar snjóhúsaáhrifum.

Ætli það verði ekki að rýma götuna næst Helgafellinu vegna snjóflóðahættu, með þessu áframhaldi.  Og ég sem flúði snjóþyngslin á Vestfjörðum.  Andskotans Sjálfstæðisflokkurinn, allt honum að kenna.  Þetta fór fyrst að versna af alvöru þegar Árni Matthisen flutti sig í Suðurkjördæmi.  Sagði fyrrum Súgfirðingur í samtali við fréttaritara.

(ofangreind frétt er í engu samhengi við raunveruleikann)


mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látinn laus að lokinni skýrslutöku...

Já það er alltaf sama sagan með sjálfstæðismennina.  Þeir eru náttúrulega alltaf góðu kallarnir og það hlítur að vera þeim næjanleg refsing að þurfa að viðurkenna það að hafa gert einhvað rangt.

Þetta er auðvitað ótrúlega makalaust, að halda því fram að það sé jafngildi þess að axla ábyrgð og að viðurkenna ábyrgð.  Svona sambærilegt við það að sæmilegur dýralæknir fari að munnhöggvast og rökræða við einhvern virtasta lagaprófessor landsins, um stjórnskipulag og þrískiptingu valds.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband