Ekki mengun af svona starfsemi

Þetta er alveg magnað.  Það virðist ekki vera nein neikvæð áhrif af svona framkvæmdum eða framleiðslufyrirtæki.  Og þótt að atvinnuleysið sé varla mælanlegt er mikil þörf fyrir þennan vinnustað.  Ég held að þeir sunnlendingar sem baula hæst yfir mögulegri olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum ættu nú að fara að einbeita sér að einhverju öðru en eigin nafla.  JÖRÐIN snýst EKKI í kringum naflann á ykkur.

Að bæta við álveri á Reykjanesi gerir Faxaflóa að einu af menguðustu svæðum Evrópu.  Hvaða áhrif hefur það á ímynd Íslands?  Ég efast um að mannlausir og mengunarlausir Vestfirðir bæti það upp.


mbl.is Aukafundir boðaðir síðdegis til að ræða álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Sigurður minn Jón. Álver án orku mengar ekkert og þarf ekki mannskap heldur, svo við getum alveg andað rólega... ennþá.

Helga Sigrún Harðardóttir, 12.3.2008 kl. 12:21

2 identicon

Ég væri nú til í að fá smá rökstuðning við því að álver myndi gera Faxaflóa af einu mengaðasta svæði Evrópu.

 Sjálfum finnst mér þessi staðhæfing vera hálf glórulaus og dregur niður annað sem þú segir sem kannski er gott og gilt.

Einar (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvernig færðu það út að Faxaflói verði eitt mengaðasta svæði Evrópu?  Hvaða rökstuðning færiru með því?  Álver í Helguvík er ekkert nema gott mál og alveg bráðnauðsynlegt.  Mengun af svona starfsemi er ekki svo mikil, amk hefur Álverið í Straumsvík ekki mengað mikið.  Veit ekki annað en fólk hér fyrir sunnan styðji þær framkvæmdir sem vestfirðingar ætla í, það er ykkar að ákveða.  Persónulega styð ég alveg allar þær framkvæmdir sem efla atvinnulíf fyrir vestan, á ættir að rekja vestur og þyki vænt um svæðið.  Það er 101 kaffihúsa og listamafían sem öllu mótmælir.

Skil ekki alveg athugasemdina hennar Helgu.  Sem Suðurnesjakona ætti hún að vita hug meginþorra íbúa svæðisins varðandi Álver reyna að styðja þessar framkvæmdir.  Framsóknarmenn voru nú með þessi framan af en ekki veit ég hvað hefur breyst.

Álverið kemur, trúi ekki öðru.  Menn hafa lagt mikið fé og mikla vinnu í þetta og vonum að úr rætist.  Amk þá þekki ég fáa suðurnesjamenn sem eru mótfallnir þessari framkvæmd og nú verða menn að standa saman!

Örvar Þór Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Álver í Helguvík verður síðan mannað með Vestfirðingum

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 12.3.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Vísir.is   18. maí. 2005 00:01  Faxaflóasvæðið mengist mikið

http://visir.is/article/20050518/FRETTIR01/505180412&SearchID=73264651669134"Faxaflóasvæðið verður eitt mengaðasta svæði Evrópu ef allar stóriðjuframkvæmdir á svæðinu verða að veruleika. Því heldur prófessor við Háskóla Íslands fram."Þetta er ekki einhvað sem ég er að skálda upp sjálfur.

Sigurður Jón Hreinsson, 12.3.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Björn Finnbogason

Bíðið nú aðeins við.  Það getur ekki verið íbúum suðurnesja að kenna að Akureyringar fjölgi sér ekki!  Kannski spurning að nýta eins og eina blokk upp á velli og bjóða akureyringum upp-á-ferðir ?

Björn Finnbogason, 12.3.2008 kl. 14:34

7 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Það er enginn að segja að það sé íbúum á Suðurnesjum að kenna að fólk sé að flytjast búferlum víða um land.  Hinsvegar er ekkert samasem merki á milli þess að fólk flyji og að það VILJI ekki búa á staðnum.  Málið er fyrst og framst það að það er vitlaust gefið.  Ákveðin svæði landsins hafa forgjöf og ríkisvaldið gerir minna en ekkert til að leiðrétta það.

Sigurður Jón Hreinsson, 12.3.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Segðu mér annað Sigurður, ert þú á móti stóriðju eins og flokkssystir þín hún Helga? 

Örvar Þór Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 17:19

9 identicon

Þú skalt nú passa þig hverja þú vitnar í. Með fullri virðingu fyrir honum Oddi þá fór hann aðeins framúr sjálfum sér þarna, enda sá umhverfismálaráðherra varla ástæðu til að svara bréfinu hans. Rétt eins og þessi setning með Aþenu og bílaumferð sem nær engri átt. Mun einungis myndast meiri mengun í Aþenu á góðviðrisdögum?

 Hann Oddur er klár og snjall tölvunarfræðingur og mér fannst hann góður kennari. En stundum koma skrítnar kenningar frá honum. Sbr. fyrir 2-3 árum kom grein eftir hann þar sem hann talaði fyrir því að mjólkurdrykkja væri krabbameinsvaldandi. Helsti rökstuðningur hans þar var sá að asíubúa fá sjaldnar krabbamein en vesturlandabúar...ég man ekki hvort landlæknir hafi séð ástæðu til að svara þeirri grein.

Annars er þessi frétt algjörlega út úr kú einnig. Talað um að stækkun Alcan í Straumsvík hafi verið fyrirhuguð svo stór að færa þyrfti Reykjanesbrautin öllum ferðamönnum til mikillar ama....það stendur samt ekkert um að færsla Reykjanesbrautarinnar hefur verið á skipulagi í nokkur ár og er gjörsamlega óháð stækkun Alcan og mun fara fram þótt stækkun Alcan hafi ekki verið samþykkt.

Einar (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:07

10 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sælt veri fólkið og takk fyrir kommentin.

Örvar Þór, þú spyrð mig hvort að ég sé á móti stóriðju.  Svarið er nei, en það er ekki sama undir hvaða formerkjum slíkt kemur.  TD. veit ég varla neitt vitlausara en að nota stóriðjuuppbyggingu til að KYNDA UNDIR byggðarröskun í landinu eins og hugmyndin er með Helguvík.  Það að næstum öll atvinnuuppbygging í landinu sé á einu svæði, á sama tíma og STJÓRNVALDSAÐGERÐIR sem hefta gríðarlega atvinnufrelsi manna á öðrum stöðum á landinu, veit bara á eitt, fólksflótta.   Gáið að því að það hefur aldrei verið verra að flytja til höfuðborgarsvæðisins en einmitt núna og því tel ég vera fullvíst að mikið af því fólki sem yfirgefur landsbyggðina yfirgefi líka landið.

Varðandi greinina hans Odds Benediktssonar, þá kýs ég að fá málefnaleg og rökstutt andsvar við hans útreikningum.  Ég veit svosem ekkert hvort að þetta sé rétt hjá honum, en ég veit heldur ekki hvort að þetta sé rétt hjá þér Einar.  En það er ekki meginmálið í mínu bloggi.

Það sem ég er að benda á er sá tvískynnungsháttur að hrópa MENGUN, MENGUN, ef eitthvað á að gera til uppbyggingar úti á landi, en stein halda kjafti ef það á að byggja upp í  nágrenni höfuðborgarinnar.  Sama má líka segja um vegaframkvæmdir.  Það má varla minnast á það að "eyða" peningum í það að lagfæra vegi úti á landi, AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO FÁTT FÓLK!  Frekar á að "nota" peningana í það að gera vel við fjöldann.  En hversvegna er svona fátt fólk?  AF ÞVÍ að það má aldrei laga neitt samgöngurnar eða yfirleitt nota neitt af þeim skattpeningu sem landsbyggðarfólk er að borga, til að gera á því svæði.  Það skal alltaf vera "fjöldinn" sem fær að njóta auranna. 

Vissuð þið að rikið fær um 40% af sínum tekjum í Reykjavík en eyðir þar um 75%.  Landsbyggðin er að afla ríkinu 27% af tekjum en þangað er aftur veitt 15% af útgjöldum.  EN takið eftir, að Reykjanes, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes þar með talin, er ekki ráðstafað nema um 10% af veltu hins opinbera en þaðan koma 31% skattteknanna.  Það er þarna sem þið eigið að sækja á og við líka.

Sigurður Jón Hreinsson, 12.3.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband