Viðvörun til vegfarenda

Það er rétt að vara þá vegfarendur við sem eru á leiðinni um Hrafnseyrar og Dynjandisheiði, að þær eru ófærar sem stendur, hafa verið undanfarna tvo mánuði og ef veðurguðirnir eru Vegagerðinni hliðhollir verða heiðarnar áfram ófærar næsta mánuðinn.

Er því rétt að benda þeim ökumönnum á sem staddir eru á þessum tveimur heiðum, að fara sparlega með eldsneyti og mat.  Þeir gætu þurft að bíða svolítinn tíma.

Hinir sem ekki eru farnir af stað og þurfa að komast milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er bent á að þessir 467km lenging á leiðinni er nauðsynleg til að tryggja afkomu olíufélaganna.  Þetta er ekki haft svona að ástæðulausu.

  • Ísafjörður - Patreksfjörður 172km sumarvegur
  • Ísafjörður - Patreksfjörður 639km vetrarvegur
  • Lenging 467km eða margfeldi 3,71

mbl.is Varað við sandstormi á S-Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband