Til hvers dómstólar ?

Er það ekki bara við hæfi að leggja spurningu fyrir nýja árið? 

Íslendingar virðast ekki hafa mikla trú á réttlæti og sanngirni.  Dæmi um það má sjá víða, svo sem eins og í samgöngumálum, sjávarútvegi, jafnréttismálum, fjármálaumhverfi, lífeyrissjóðum og þannig má lengi telja.  Alltaf má finna "hagkvæmnisrök" gegn réttlætinu.

Hvern erum við að blekkja, hversvegna ekki að ganga alla leið og afnema dómstólana og láta hagfræðinga reikna út hagkvæmustu útkomuna í álitamálum?

Eða verður árið 2012 árið sem uppbyggingin hefst eftir siðferðishrunið ?

Gleðilegt nýtt ár :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband