31.3.2008 | 22:07
Innri tenging Vestfjarða
Mér er meinílla við að þurfa að nota norður og suður svæði Vestfjarða. Í mínum huga eru Vestfirðir eitt svæði en kanski væri réttast að kalla þetta norðursamgöngusvæði og suðursamgöngusvæði.
Svona vil ég tengja svæðin.
Ég settist um daginn niður með dýpiskort af Arnarfirði og mældi út hugsanleg jarðgöng undir fjörðinn, úr Langanesi og yfir á Haganes við Bíldudalsvoginn.
Heildarlengd miðað við að fara 70 m niður fyrir botn er þá 6792 m. Hinsvegar er ekki víst að það þurfi að fara svo langt niður, en það ræðst af því hvað mikið af lausu efni er á botninum eða hvað er langt niður í klöpp.
Nánari útfærsla á korti lítur svona út.
Sem tenging milli svæða samanborið við stöðuna sem er í dag, eru tölurnar ótrúlegar. Í sumarfærð er leiðin Ísafjörður-Patreksfjörður 172km en yrði 110km með þessari tengingu. Stytting upp á 62km þar af stytting vegna Dýrafjarðarganga 25 km. En miðað við vetrarfærð 639km er styttingin 529km.
Ef hugmyndin er að Ísafjörður sé höfuðstaður Vestfjarða, verða samgöngur að vera eins góðar og öruggar og kostur er. Að bjóða út framkvæmdir við Dýrafjarðar og Langanesgöng í einum pakka, er sambærilegt við Héðinsfjarðargöng. Tenging í Vatnsfjörð eða áfram suður er önnur framkvæmd, en þessi tenging myndi styrkja Vestfirði gríðarlega. Ímyndið ykkur bara það að geta boðið íbúum á suðursamgöngusvæðinu upp á framhalds og háskólanám frá heimilum sínum, án þess að þurfa að flytja búferlum.
Ímyndið ykkur svo að hafa hvorki val á framhaldsskóla, né háskólanámi, hér norðurfrá.
Athugasemdir
Þetta er gott hjá þér,
hreinn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.