Er ráðherra í kjördæmaleik?

Til þess að geta komið jafn íllkvittnum áróðri af stað sem þessum þurfa viðkomandi að vera meira en bara siðlausir. Þetta er ekkert annað en hryðjuverkastarfsemi og ekkert annað en dauðadómur yfir byggð á Vestfjörðum ef Dýrafjarðargöng verða svikin einu sinni enn.

Það eru nokkur nöfn sem geta farið á lista grunaðra, en þeim nöfnum hefur heldur fækkað í dag.  Í ljósi þess að vel flestir sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum sverja af sér meintann þrýsting á ráðherra í þessa veru og ráðherra neitar að gefa upp hvaðan orðrómurinn er kominn, verður maður að spyrja hvort að kjördæmi ráðherrans hafi kanski hagsmuni af því að meintur ágreiningur sé á Vestfjörðum?

Er það vilji ráðherrans að búa til ágreining hér til að koma Vaðlaheiðargöngum að? Maður spyr sig....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband