Svellkaldur

Fór í gær fram og til baka um Djúpið.  Ég man reyndar ekki eftir því að hafa gert það áður, samdægurs, en það er önnur saga.  Leið mín lá semsagt á Reykja í Hrútafirði á kjördæmaþing Framsóknarmanna. 

Það sem ég ætlaði að nefna hér er færðin.  Vægast sagt var Djúpið hræðilegt, glærasvell alla leiðina og mikið um svell á Ströndunum en þóminna.  Í bakaleiðinni var þó búið að skafa svellið á köflum í Djúpinu og var það því skárra.  En kortið í dag finnst mér lýsa gærdeginum vel:

Færð 15 feb

En takið eftir því að Vesturleiðin, frá Patreksfirði og suður, er greiðfær að mestu leiti, nema stöku hálkublettir.

OG hversvegna skyldi það nú vera??   Getur verið að Vesturleiðin sé betur mokuð en Djúpið eða sannast það þarna að veðráttan á Vesturleiðinni er bara mun heppilegri en gengur og gerist hér norður í Djúpi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband