11.8.2009 | 22:12
Gjaldþrota þjóð
Þessi mynd af Steingrími J, er bæði kaldhæðin og raunsæ. Raunsæ á þann hátt að stjórnvöld virðast telja að besta leiðin upp úr holu sé að grafa dýpra. Kaldhæðin á þann hátt að koma ábyrgðinni á Vinstri Græna og Steingrím J.
Sannarlega er þjóðin ílla stödd fjárhagslega og gangi það eftir að Icesave-skuldirnar bætast við er þjóðin á barmi gjaldþrots í fjárhagslegum skilningi.
Verra þykir mér þó að þjóðin skuli vera siðferðislega gjaldþrota. Ef Samfylkingin ætlar sér að hóta stjórnarslitum í hvert skipti sem mál þarf að þeirra mati að komast í gegnum þingið, er sá flokkur sannarlega kominn á stall með þeim spilltustu.
Á þeim tímum sem Jón Sigurðsson barðist fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, mátti þó treysta á að þingmenn berðust fyrir sinni þjóð. Ef sá tími er liðinn, eru forsendur lýðveldisins brostnar.
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin var siðferðislega gjaldþrota þegar þessi stjórn tók við og verður fjárhagslega gjaldþrota ef stjórnarandstöðunni tekst ætlunarverk sitt.
Bjarni Líndal Gestsson, 12.8.2009 kl. 01:09
Því miður Siggi minn þá hefur Samfylkingin bara eina skoðun það er að komast inní EB, önnur mál verða að fara þannig að það liðki fyrir þeirri smuguferð.
Ég er samt sammála teikningunni þetta er bæði orsök og lausn en við eigum ekki að greiða þennan samning það er alveg kristal ljóst í mínum huga.
Hvaðan við eigum að fá þá féð, eitt atriði upphátt álverin verði að koma með allar tekjur af sölu Áls sem framleitt er í landinu hingað heim, síðan mætti fara að skoða orkuverðið sem þeir eru að greiða fyrir raforkuna, ég heyrði einhverstaðar að landsmenn notuðu 7% af framleiddri orku ílandinu en álverin 70% síðan annar iðnaður það sem uppá vantar, en greiðslurnar væur á hin vegin þ.e.a.s. landsmenn greiddu 70% af framleiðsluverði rafmagnsins en Álverin 7%
Þetta er allt of viðkvæmt á þessum tímum en það er ekkert sem segir að ekki meigi skoða þessa tekjupósta í miða við hvaða aðstæður við erum komin í.
Bið að heylsa að sinni...
Friðrik Björgvinsson, 12.8.2009 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.