skóli lífsins ?

Sú umræða er kanski gleymd núna, en fyrir fáum dögum var rætt um ráðherraábyrgð og hvað lengi hún stæði.  Rætt er um þrjú ár.  Þau tímamörk eru hláleg þegar haft er í huga að rót efnahagsvanda okkar má rekja um 40 ár aftur í tímann.  Og ekki síður í því ljósi að ríkur vilji er hjá framkvæmdavaldinu að skuldbinda börnin mín, alla þeirra tíð á vinnumarkaðinum, vegna skulda fjárglæframanna.

Leiða má fyrir því gild rök að ríkissjóður verði gjaldþrota innan nokkurra ára þegar afborganir af umræddu fjárglæfraláni hefjast.  Verra þætti mér að ráðherraábyrgð þeirra sem svo ganga frá málunum verði útrunnið þegar að því kemur.

Eigi það fyrir þessari þjóð að liggja, að verða gjaldþrota fyrir sakir auraapa vorra tíma, er skárst að klára það mál núna, meðan tími er til að gera menn ábyrga fyrir því.  Ég vill frekar kjósa um það sjálfur hvort eða hvernig það gerist, en að velta þeim vanda yfir á næstu kynslóð. 

Nú er búið að einkavæða aftur Íslandsbankann og Aríonbanka (eða hvað svo sem sá ágæti banki heitir).  Ekki er að fullu vitað hverjir eigendurnir eru en mjög líklega er stór hluti þeirra erlendir vogunarsjóðir.  Vogunarsjóðir vinna svipað og íslenskir fjárfestar, skítsama um allt ef þeir græða!

Eru menn ekki alltaf að læra ?


mbl.is Meirihluti vill afnema lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Sigurður, gott að sjá að við erum ekki ósammála um þetta atriði.

Ég var að baksa með nokkur atriði en sé til hvort ég byrti það síðar, en ekki hjá DO:), Það er allt í sambandi við erlendulánin.

Friðrik Björgvinsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband