1X2 sem tekjustofn fyrir sveitarfélögin ?

Það kann vel að vera að ég eigi mér ekki marga skoðanabræður í málefnum sem snúa að sameiningu sveitarfélaga, en það plagar mig ekki mikið.  Verra finnst mér þó að menn eru ekki beint að beita gilldum rökum í þeirri stefnu að sameina sveitarfélög og hrúga á þau verkefnum. 

Hvernig geta sveitarfélögin eflst við það að fá til sín verkefni sem eru lögbundin og þar af leiðandi er þjónustustiginu stjórnað af löggjafanum og þau sömu verkefni eru fjármögnuð í gegnum jöfnunarsjóð sem framkvæmdavaldið stjórnar og hefur sýnt sig að fjármagn og reglur sjóðsins eru síbreitilegar.

Hér fyrir neðan er brot af bréfaskriftum sem ég átti í vegna málefnavinnu fyrir landsþing Framsóknarflokksins á síðasta ári.  Þau orð sýnist mér eiga jafn vel við í dag, eins og þá.

Sæl öll.

Það er mikilvægt að flokkurinn og flokksmenn hafi manndóm í sér að koma fram með stefnuskrá sem byggð er á gildum flokksins og flokksmanna, en ekki á ótta við viðbrögðum einhverra annara við mögulegum stefnumálum flokksins.  Framsóknarflokkurinn á að hafa manndóm í sér að standa vörð um lýðræðislegann rétt landsmanna sama hvar þeir búa og hvaða stétt þeir tilheyra. 

B......, þú segist vera á móti sameingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu; "..áhrif íbúa tiltölulega lítil..", sömu rök eiga við hvar sem er þar sem lítil eining hverfur inn í aðra stærri.

V........, þú segir að; "..komin þreyta í íbúana að vera endalaust að kjósa..".  Þetta er alveg rétt, það á að láta sveitarfélögin í friði og leyfa þeim að ná jafnvægi á eigin forsendum.  En síðast en ekki síst þá á ríkið að koma fram við sveitarfélögin, hitt stjórnsýslustigið á Íslandi, sem jafninga EKKI eins og drottnari, sem því miður hefur verið viðmót ríkisvaldsins alla stjórnartíð Sjálfstæðismanna.

Ég hef engin rök séð fyrir því að flytja verkefni til sveitarfélaganna frá ríkinu.  Og að halda því fram að það sé byggðamál og hvað þá mikilvægt, er fjarstæða.  Eini vilji ríkisins til að færa frá sér verkefni er til að létta rekstur ríkissjóðs.  Hingað til hafa tekjur ekki fylgt í samræmi við verkefni og ég hef minni en enga trú á að á því verði breiting með núverandi flokka í ríkisstjórn.Jafnframt vil ég ítreka þau rök sem ég tíndi til og lesa má í kommenti, að aukin stærð sveitarfélaga á vinnumarkaði þess svæðis, getur ekki talist heppileg þegar sveitarfélagið er orðinn fast að þriðji partur af vinnumarkaðinum.  Það er hættuleg þróun fyrir íbúa, fyrirtæki og sveitarfélögin sjálf.

EN séu menn svo sannfærðir í trú sinni á kosti sameinga sveitarfélaga ættu menn samt sem áður að geta fallist á tillögu mína sem hljóðar svona:

Ekki verði gerðar breitingar á lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum í lögum og að gerð verði úttekt á hverju sameiningar sveitarfélaga hafi skilað til íbúa þeirra áður en skoðaðar verði frekari sameiningar. 

Varðandi þá þætti sem eðlilega mætti skoða, varðandi hámarks og lámarksstærðir sveitarfélaga, er skilgreining Vegagerðarinnar á samgöngusvæðum svohljóðandi:  „Í langtímaáætlun um vegagerð er miðað við að atvinnu- og skólasvæði verði tengd saman í samgöngusvæði eftir því sem unnt er.  Samgöngusvæði tekur til svæðis umhverfis þjónustumiðstöð (þéttbýli), þar sem fjarlægðir eru ekki meiri en svo að sækja megi þjónustu til miðstöðvarinnar a.m.k. nokkrum sinnum í viku, og engir þeir þröskuldar á vegakerfinu eru fyrir hendi, sem hindra slíkt í verulegum mæli. Þjónusta við umferðina, svo sem vetrarþjónusta, á að taka mið af þessum svæðum, þannig að hún er mest innan svæða, en minni milli svæða.“  Slík skil svæða markast af fjallvegum, víðáttumiklu strjálbýli eða eyjasundum. Samgöngusvæði er almennt ekki stærra en svo, að fjarlægð innan þess að þjónustumiðstöð er ekki meiri en 70-100 km. Miðað hefur verið við, að innan atvinnu- og skólasvæðis sé hámarksfjarlægð frá miðstöð 40-50 km á snjóléttum svæðum og 20-30 km á snjóþungum svæðum. Fyrir þjónustusvæði hefur hámarksfjarlægð frá miðstöð verið metin 80-100 km á snjóléttum svæðum og 60- 70 km á snjóþungum svæðum.“ Vegagerðin (2000) 

Út frá þessum skilgreiningum Vegagerðarinnar er eðlilegt að koma með þá tillögu að sveitarfélög skulu afmarkast af landfræðilegri stærð.  Stærðin skuli miðast við fjarlægð íbúa frá þjónustumiðstöð og skuli að hámarki vera 100 km á snjóléttum svæðum en 70 km á snjóþungum svæðum.  Jafnframt verði stærð sveitarfélaga að lámarki 50 km frá þjónustumiðstöð á snjóléttum svæðum en 30 km á snjóþungum.  Einungis skuli miða við vegalengdir á þjóðvegum með fullri vetrarþjónustu og tvíbreiðu slitlagi, aðrar gerðir vega helminga þessa tölu.


mbl.is Tveir og hálfur milljarður til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ég er ekki mikill aðdáandi Vegagerðarinnar, var ekki félagi okkar einmitt að vinna þar? Nafngiftin á drauma tengingunni finnst mér hryllingur "ÞRÖSKULDUR", hvar skildu þeir setja "HURÐINA", er þetta merking á bak við þetta orðalag að hurðin sé að falla að stöfum og komi til með að lokast. Ég bjóst nú við sterkari viðbrögðum en orðið hafa við þessu hátterni ríkisstofnunar, ekki trúi ég því að þið hafið valið þetta nafn sjálf?

Ég fór þessa leið nú í sumar en snéri við í Reykjafirði þar sem ég fór í berjamó innst í fyrðinum, í reyndar leiðinda sudda en annars leist mér mjög vel á umhverfið, en það er ekki mikið um áningarstaði á þessari leið, því má frekar tala um mikið frelsi ferðamannsins á þessum slóðum.

Nú geri ég við Skype-ið á morgunn...

FB..

Friðrik Björgvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband