7.3.2008 | 16:02
Björgun frá fordómum.
Það er að minnsta kost það sem ég tel mesta þörf á. Vestfirðingar hafa orðið að þola ótrúlega fordóma í gegnum árin. Síðan að kvótakerfið var sett á, hafa möguleikar Vestfirðinga til að afla lísfbjargar verið rifnir af þeim eins og föt á útsölu. En á sama tíma hefur lítið sem ekkert verið gert til að færa landshlutann fram í tíma varðandi samgöngur og tengingu við heiminn. Ábendingar Vestfirðinga í þá veru hafa verið úthrópaðar sem væl og aumingjaskapur.
Sú staða að Vestfirðir eru óumdeilanlega áratugum á eftir öðrum landshlutum í tengingu, er óásættanlegt og ríkisstjórnum Íslands til skammar. Vestfirðingar hafa verið meðhöndlaðir eins og óhreinu börn Adams og Evu.
Ég óska þessum hóp velfarnaðar í sínu starfi og vænti þess að fá að sjá raunhæfar tillögur frá þeim til uppbyggingar á Vestfirsku samfélagi. Hvað mig sjálfann áhrærir, er ég þeirrar skoðunar að allir möguleikar til að auka atvinnu á svæðinu séu þess virði að skoða, þar á meðal Olíuhreinsistöð. Ég tel að ekki sé enn forsenda til að taka afstöðu með eða á móti, þar sem fullt af upplýsingum vantar. Að taka afstöðu núna er jafn vitlaust hvort sem það er með eða á móti. Það er alltént mín skoðun.
Bloggarar taka sig saman og vilja bjarga Vestfjörðum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hún er mjög skynsöm og fordómalaus sú skoðun, alveg sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 17:14
Sæll Sigurður ! að sjálfsögðu verða allir að leggjast á eitt og fara að gera eitthvað að viti til að bjarga byggð á Vestfjörðum en ekki svífa áfram í einhverskonar draumi um löngu liðna tíð og að ekki megi raska þeirri mynd sem eitt sinn var því nú er öldin önnur, en hver er tenging þín við Siglunes og þetta hús sem þú notar í "hausmynd" hjá þér ( þarna bjó langafabróðir minn “ Erlendur Marteinsson )
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 7.3.2008 kl. 18:30
Ég þakka ykkur herramenn að gefa ykkur tíma í að gefa álit .
Halldór, þú þekktir myndefnið, þannig að þú hefur væntanlega komið þarna nýverið. Á Siglunesi ólst afi minn upp, og reyndar víðar á Barðaströnd. Hann hét Guðmundur J. Einarsson og var lengi bóndi á Brjánslæk.
Sigurður Jón Hreinsson, 7.3.2008 kl. 19:39
Já ég kem að Siglunesi nokkru sinnum á ári "bí á Patreksf. já ég þekkti húsið sem kallað var/er að Naustum sem strákur er maður var í heimsókn hjá afa
"Gísla Gíslas" þá fór maður stundum að sníkja kexköku hjá Ella á Naustum ,
ég þekkti afa þinn G.J.E. og einnig þekki ég frændur þína Ragnar og Einar og kannast við foreldra þína.
Ég er fæddur og uppalin í Holti rétt hjá Siglunesi.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 7.3.2008 kl. 21:21
Dóri, þetta getur allt passað. Vertu velkominn í bloggvina"hópinn" minn.
Sigurður Jón Hreinsson, 8.3.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.