Í þorpi úti á landi.

Þetta er nú alveg makalaust ástand.  Það er ekki hægt að búa í höfuðborginni, vegna þess að húsnæðisverð þar er komið langt út úr öllum veruleika, ekki síst fyrir tilstylli sveitarfélaga á svæðinu.  En úti á landi þar sem húsnæðisverð er þó þolanlegt, er fólki ekki vært vegna stjórnavaldsaðgerða/aðgerðaleysis.  Atvinnufrelsi er fótum troðið og víða er grunnþættir samfélagsins, vegasamgöngur, sími og rafmagn ekki af þeim toga sem nútímasamfélag gerir kröfur til.

Útkoman verður því sú, að velmegun og uppgangur síðustu ára hvetur til landsflótta í stórum stíl ............... þetta er snúið !


mbl.is Verst er að eiga ekkert „heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Takk fyri þetta Hanna Birna.  Ég get ekki sagt að ég sé sáttur við allt sem gert var í stjórnartíð míns flokks, en sumu fékk Sjálfstæðisflokkurinn að ráða en öðru réði Framsókn.

Ég lifi í þeirri trú að Framsókn hafi komið góðu málunum í gegn.  En Sjálfstæðisflokkurinn stóð vörð um margt umdeilt, þar á meðal "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi".

Sigurður Jón Hreinsson, 9.3.2008 kl. 23:08

2 identicon

Sammála þér, að þetta er snúið ástand á Íslandi í dag.

Erfitt að búa á Höfuðborgarsvæðinu ef maður á ekki fasteign fyrir.

Leigumarkaðaur erfiður og lánamarkaður erfiður.

Svo þú ert framsóknarmaður já !

Ég verð þá að spyrja þig, hvaða áhrif heldur þú að breytingar á lögum um lánamöguleika Íbúðarsjóðs hafi haft á fasteignaverð á Höfuðborgarsvæðinu ?

Breytingar sem voru auglýstar allrækilega í kosningabaráttu Framsóknarflokksins fyrir nokkrum árum, og því miður framkvæmdar.

Breytingin var sú, að öllum, já ÖLLUM var veitt heimild til að fá 90% lán, óháð því hvort um fyrstu kaup væru að ræða.

Gaman væri að sjá svar þitt sem Framsóknarmanns við þessu.

Annars er fatseignaverð út af fyrir sig ekki svo óviðráðanlegt hér á Íslandi.

Við byggjum oftast góð og vönduð hús, næstum allt efni til bygginga er aðflutt og því dýrt.

Það sem er að sliga venjulegt launafólk sem kaupir húsnæði er VERÐTRYGGING.

Vextir á langtímalánum , ÁN VERÐTRYGGINGAR, til íbúðakaupa á Íslandi eru ekki nema rúmlega tvöfalt hærri en t.d. í Noregi.

Ég styð vissa Framsóknarmenn í því að ónauðsynlegt sé að taka upp Evru, en leggja þarf niður verðtryggingu lána.

Slíkt ætti að ýta undir stöðugleika íslensk hagkerfis meira en nokkuð annað.

Verðtrygging veldur því að lánveitandi (íslenskir bankar) geta ekki tapað á lán veitingum í íslenskum peningum. Ef ekki væri verðtrygging myndu bankar og aðrir þeir hagsmunaðilar sem tapa á óstögugleika í íslensku efnahagslífi, vera mun harðari á þvi að halda stöðugleika.

Miðað við núverandi ástand, þá bíður maður bara eftir að gerta tekið lán í erlendum banka í erlendri mynt.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Heimir.  Takk fyrir innlitið.  Við getum amk. verið sammála um að ástandið sé snúið og nánast mannskemmandi.

Varðandi ábyrgð Framsóknarflokksins á húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu, þá tel ég vera nokkuð ljóst að húsnæðisverð hækkaði við þessa breitingu.  Hvort að það hafi í upphafi verið óeðlilegt eða haft áhrif á kaupgetu fólks finnst mér ósennilegt.  Vegna þess að á meðan lánahlutfallið var einungis 65% voru aðstæður fólks til að kaupa íbúð ekki góðar og í flestum tilfellum þurfti fólk að fá lánað veð eða ábyrg hjá ættingjum.  Ég held að allir séu sammála um að það ástand hafi verið óþolandi.  (Ég hinsvega naut þess, þegar ég keypti íbúð í fyrsta skipti þess að eiga talsverðann pening, svokallaðann skyldusparnað.  Einhvað sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði niður á sínum tíma.)

Við það að lánahlutfallið hækkaði, minnkuðu lánin hjá bönkunum samsvarandi og það var ástæðan fyrir því að þeir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn, með óteljandi gylliboðum og lánahlutfalli allt upp í 100%.  Mitt mat er það, að bankarnir beri mikið meiri ábyrgð á ástandinu en aðrir.  Svo bera einstaklingarnir líka ábyrgð, því að það á ekki að þurfa að hafa vit fyrir fólki, fólk á ekki að kaupa dýrari íbúð en það ræður við og hefur þörf á.

Þess vegna vil ég spyrja á móti, hvernig þú teldir að ástandið væri í dag ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að ráða og selt eða lagt Íbúðalánasjóð niður. 

En niðurstaða mín af því að skoða lauslega stöðuna er sú, að bankarnir græða ekkert á því að minnka verðbólguna, og ég er nokkuð viss um að "útrásin" margumtalaða var borguð af íslenskum almenningi.  Evra eða ekki Evra, verðtrygging eða ekki.  Við þurfum að fá alvöru samkeppni, útlenskann banka til að keyra vaxtakostnaðinn niður.  Líklega er Evra skilyrði til að það gerist.  En svo þurfum við, almenningur, líka að fara að hugsa.

Eitt að lokum.  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bera líka mikla ábyrgð á ástandinu.  Með því að selja lóðir á jafnvel upp í tugi milljóna, er verið að skrúfa upp verð á húsnæði.  Víðast hvar á landsbyggðinni er lóðum úthlutað án endurgjalds.

Sigurður Jón Hreinsson, 10.3.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband