24.3.2008 | 13:05
Villandi frétt
"Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víðast autt þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði." Hvað segir þessi frétt manni? Fréttin gefur tilkynna að allir vegir á svæðinu séu færir, ekki satt?
Ég heyrði af manni sem var á leiðinni til Ísafjarðar núna fyrir páskana. Þar sem ekki var hægt að sjá það neinstaðar á leiðinni og fréttir gáfu til kynna, líkt og þessi, að allir vegir á leiðinni væru færir, ók hann sem leið lá um Búðardal og tók þar af leiðandi Vesturleiðna svokölluðu, enda væri hún klárlega styst núna, væri hún fær. Það var ekki fyrr en komið var í Flókalund sem það kom í ljós að Dynjandisheiðin væri ófær. Heppilegt að taka nokkurhundruð kílómetra aukakrók núna þegar eldsneyti er hvað billegast.
Mér finnst nógu skammarlegt af Vegagerðinni að halda leiðinni Dýrafjörður-Vatnsfjörður lokaðri en að finnast það síðan svo sjálfsagt að það taki því ekki að minnast á það. Margir hafa verið reknir fyrir minna.
Hálkublettir víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fréttablogg | Breytt 7.4.2008 kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað út úr mínu hjarta. Við hjónakornin ákváðum nefnilega í gærmorgun að skreppa til Ísafjarðar og fórum Brú-Hólmavík og svoleiðis vestur. Þegar á Ísafjörð var komið datt okkur í hug að skemmtilegt væri nú að fara Dynjandisheiðina heim, keyrðum á Þingeyri og við vegamótin var ekkert sem benti til þess að heiðin væri lokuð. Ekkert skilti ekki neitt, þannig að við ókum grunlaus af stað upp á heiði. Urðum þess fljótt áskynja, sem betur fer, hvers kyns var og snerum við. Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að setja skiltisræfil annað hvort við göngin eða við vegamótin sem segir að heiðin sé lokuð. Þeir gera það með eins og Lágheiðina svo af hverju ætti það ekki að vera hægt þarna.
Bylgja Hafþórsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:35
É fór frá Hvolsvelli um miðjan dag til Reykjavíkur. Flennifæri ekki hvítur díll á vegi
lelli (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:47
Bylgja, spurningu þinni er ekki hægt að svara. Vinnureglur Vegagerðarinnar eru óútreiknanlegar. Það að ekki sé minnst á þessar heiðar á ákveðnu tímabili yfir árið er alveg makalaust og fáránlegt að ætlast til þess að fólk "eigi að vita" að heiðarnar séu ófærar, á sama tíma og allir aðrir vegir eru auglýstir auðir eða greiðfærir.
Lelli til hamingju með að þurfa EKKI að taka 467km aukakrók eins og Vestfirðingar verða að taka til að ehimsækja nágranna sína í næstu byggðarlögum.
Sigurður Jón Hreinsson, 25.3.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.