Sveitarfélagið Vestfirðir ?

Miðað við umræður síðustu daga held ég að það sé óhætt að kveðja hugmyndina um eitt sveitarfélag á Vestfjörðum.  Ef það er of langt FRÁ Ísafirði á Þingeyri, hlítur að vera alltof langt á Patreksfjörð.  Það má allt eins spyrja hvort að rétt sé að hverfa að einhverju leiti aftur til baka.

Raunar hefur mér fundist umræða um sameiningu sveitarfélaga vera á algerum villigötum. Hversvegna er verið að sameina sveitarfélög sem eiga ekkert sameiginlegt, nema kanski það að vera fámenn og ílla stödd fjárhagslega.  Hversvegna eru sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ekki sameinuð?  Þau liggja flest upp að hvort öðru í skipulagslegum skilningi.  Eiga meira sameiginlegt en mörg önnur og næðu í flestum tilfellum fram meiri samlegðaráhrifum en nást þar sem fjarlægðirnar eru meiri.

Það er í það minnsta eðlileg krafa að það sé reglulega skoðað hvað áunnist hefur með þeim sameiningum sem farið hafa fram.  Hver er útkoman fyrir íbúana.  Er þjónustan betri, meiri eða í samræmi við þá breitingu sem orðið hefur á greiðslum íbúa til sveitarfélagsins. 

Ég vil halda því fram að sameining sveitarfélaga gagnist aðallega ríkinu.  Með stærri rekstrareiningum má koma stærri verkefnum frá ríkinu.  Ekki til að ríkið tapi á því.  Eða hefur ykkur sýnst það?

sveitarfelag-kort


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Það er sennilegast rétt að fara að tala um Vestfirði nær og Vestfirði fjær.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 3.4.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband