Er misrétti sem bitnar á öðrum ásættanlegra en annað misrétti ?

Maður spyr sig.

Áhugi Reykvíkinga á misrétti eða úrbótum á misrétti virðist einskorðast við það að "leiðrétta atkvæðavægi landsmanna".  Þrátt fyrir þá staðreynd að meint misrétti leiði ekki til misréttis fyrir stjórnmálaflokkana.  Þingmannafjöldi þeirra er hvort eð er bundinn af heildarfjölda atkvæða á landsvísu.

Þannig er áhugi Reykvíkinga á að leiðrétta það gríðarlega misrétti sem er í afleitum samgöngum víða um land, afar takmarkaður.  Leiðist umræðan undir þeim kringumstæðum þá undantekningarlaust til þess að reiknuð hagkvæmni að ýmsum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og borin saman við umrædda framkvæmd á landsbyggðinni. 

Í greininni "Veruleikafirrtir Vestfirðingar" sýnir höfundurinn Jón Otti Jónsson prentari og samfylkingarmaður, sínar verstu hliðar.  Í greininni segir hann óbeint Vestfirðinga vera plágu á þjóðinni eða blóðsugu.  Heimtufrekja þeirra og annara landsbyggðarmanna sé gífurleg kvöð á þjóðinni og ein megin ástæða fyrir slæmu ástandi á höfuðborgarsvæðinu.  Kröfur landsbyggðarinnar um að fá til baka einhvað af skattpeningum sínum er tóm mál um að tala og réttast að leggja af byggð á meiriparti landsins, enda má auðveldlega nýta td. fiskimiðin hvaðan sem er.

Það kann vel að vera að Jón Otti sé samfylkingarmaður, en grein hans á fátt skylt við jafnaðarhugsjón eða jafnaðarmennsku.  Eitt er þó rétt hjá honum að fiskimiðin má nýta hvaðan sem er, enda er ég þess full viss að Portúgalar, Spánverjar og Frakkar eru boðnir og búnir til að nýta þau.  Rök fyrir búsetu úti á landi eru þau sömu og fyrir búsetu á Íslandi almennt.  Sjálfsagt kæmi það sér betur fyrir Evrópubúa almennt að þeir fjármunir sem fara í rekstur Íslenska þjóðfélagsins, færu í sameiginlegann rekstur Evrópusamfélagsins.  Við höfum hinsvegar ákveðið að fara aðra leið.

Í dag eru rúmir 600 km milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar sem er 3,5 sinnum lengra en á sumrin.  Í dag eru einnig tæpir 700 km milli Bíldudals og Þingeyrar sem er tæplega 7 sinnum lengra en á sumrin.  Er það ásættanlegt?  Þætti fólki það vera ásættanlegt að leiðin Reykjavík-Keflavík, sem er 47 km, væri um 200km yfir veturinn?  Eða Ísafjörður-Bolungarvík væri 100 km þriðjapart úr ári? Ég held ekki.  Og þegar menn gera sig breiða í tali um sanngjarnar vegaframkvæmdir útfrá fólksfjölda, vill það gleymast að allir þegnar lýðveldisins borga sömu skatta og eiga því rétt á sömu þjónustu, óháð fjárhag, kyni, ætterni, þjóðerni og búsetu.  Misrétti sem bitnar á öðrum virðist oft vera svokallað jákvætt misrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hann hefur greinilega gleymt því hvaða landshluti skapaði þjóðinni mestar gjaldeyristekjur á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og fékk jafnframt einna minnst til baka á sama tíma.

Ársæll Níelsson, 7.4.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband