19.8.2008 | 23:56
Hryðjuverkamenn á Vestfjörðum ?
Sælt veri fólkið.
Á hugsjónamönnum og hryðjuverkamönnum er grundvallarmunur.
- Hugsjónamenn eru óhræddir að láta á sér bera á meðan að hryðjuverkamenn fela sig í fjöldanum í skjóli nafnleyndar.
- Hugsjónamaðurinn lætur sínar skoðanir komast áfram á eigin verðleikum. Hryðjuverkamenn troða sínum skoðunum að oft þvert á vilja meirihlutans og víla ekki fyrir sér að valda skaða.
- Þá eru hugmyndir hryðjuverkamanna oftari sniðnar að ákveðnum sérhagsmunum á meðan hugmyndir hugsjónamannana er meira fyrir fjöldann.
Þessi einföldu sannindi koma mér í huga eftir að hafa hlítt á fréttir af "miklum þrýstingi sveitarstjórnamanna" á ráðherra samgangna. Ekki hafa þessir vesalingar manndóm í sér að koma fram undir nafni.
Ekki verður séð að um stórann hóp sé að ræða, enda eru sveitarstjórnamenn á Vestfjörðum ekki margir og þar að auki hafa flestar sveitarstjórnir samþykkt bókanir þess efnis að göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu næsta og brýnasta samgönguúrbót á svæðinu.
Ekki verður séð að möguleiki sé á að hefja vinnu við jarðgöng milli Álftafjarðar og Skutulsfjaðrar fyrr en EFTIR mögulegann framkvæmdatíma við Dýrafjarðargöng, hvort eð er, vegna þess að alla grunnvinnu vantar fyrir framkvæmdinni.
Ekki verður séð að ávinningur byggðar á Vestfjörðum sé á nokkurn hátt sambærilegur við þessar tvennar framkvæmdir af þeirri ástæðu að þeir vegir sem jarðgöngin munu leysa af hólmi eru annarsvegar einn af þeim skárri á Vestfjörðum og hinsvegar sá lakasti. Í öllum skylningi þeirra orða.
Í ljósi þess að talsverður fjöldi verslana hefur lokað á Ísafirði undanfarið, er virkileg þörf á því að reyna að spyrna við þeirri þróun. Það verður ekki gert með öðrum ráðum en þeim að auka fjölda viðskiptavina. Farþegar af skemtiferðaskipum er ekki sá hópur sem kemur til með að fylla það skarð, heldur eru það fólk eins og við, fólk sem vantar að komst í verslun, vantar að fá þjónustu, fólk sem kemur aftur og aftur. Það eru íbúar suðursvæðis Vestfjarða. Þeir vilja komast hingað en af einhverjum ástæðum er þeim haldið í burtu með því að bjóða upp á samgöngur um vegi sem hafa minjagildi.
Þetta eru samgöngurnar sem bjóða má íbúum suðursvæðis Vestfjarða, vilji þeir á annað borð komast í þá þjónustu sem ríkið er að bjóða fyrir ALLA VESTFIRÐINGA á Ísafirði.
Ég skora á alla fjölmiðlamenn að bera ekki slíka vitleysu á borð landsmanna, án þess að nafngreina heimildarmenn. Ef ég kemst að því sjálfur á ég fastlega von á að koma því til skila.En ef þið viljið einhvað ræða þetta mál út frá skynsemi er ég til viðræðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2008 kl. 00:02 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir innlitið Bjarni.
Dýrafjarðargöng eru samgöngubót og verða til þess að Ísafjörður hefur hugsanlega einhvern möguleika á að þjóna öllum Vestfjörðum. Plús það að vera gríðarlegt öryggisatriði.
Súðavíkurgöng gera lítið annað en að auka öryggi á leið sem vel má bæta með ódýrum hætti. Sem samgöngubót er gildi þeirra afar takmarkað.
Sigurður Jón Hreinsson, 20.8.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.