Tilvistar-kreppa?

Stöðnun, samdráttur, lánsfjárskortur, gjaldþrot fyrirtækja, fólksflótti.  Einstaklingar tapa aleigunni, byggingariðnaðurinn stoppar, atvinnutækifærum fækkar, verslanir loka, framleiðslufyrirtæki flutt í burtu.  Þannig mætti lengi telja. 

En það er til orð yfir þetta einkenni; LANDSBYGGÐARVÆL.  En fyrst að þetta snertir okkar ástkæru höfuðborg þá er þetta kreppa !!!!

 Undanfarin misseri hafa menn keppst við að fullyrða að byggðarstefnan sé gjaldþrota.  Það væri satt ef einhver hefði verið.  En hvað segir núverandi ástand okkur?  Mitt mat er það að núverandi staða segi okkur berum orðum að sú byggðarstefna sem rekin hefur verið undanfarin ár og áratugi, með tilflutningi fólks af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið sé gjaldþrota.  Það er ekki möguleiki á að reka svona stefnu með erlendu lánsfé til lengdar.  Stefnu sem eykur á engann hátt gjaldeyrissköpun í þjóðfélaginu,  stefnu sem byggir á að ónýta gífurlegt magn fasteigna víðsvegar um land, stefnu sem rekin er að verulegu leiti með erlendu vinnuafli, af erlendu lánsfé og með erlendu hráefni.

Ég ætla mér ekki að gera lítið úr því ástandi sem þjóðin býr við í dag.  Ég ætlast þá jafnframt til að aðrir geri ekki lítið úr þeirri stöðu sem stór hluti landsbyggðarinnar hefur búið við í mörg ár.  Vandinn er svipaðs eðlis, manngerður.

Sú kreppa sem þjakar þjóðina um stundir er fyrst og síðast tilvistarkreppa höfuðborgarsvæðisins.  Fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar á því svæði hafa skapað skilyrðin fyrir hana með glórulausri innistæðulausri útþennslustefnu.  Að kenna ástandi á alþjóðamarkaði um stöðuna er eins og að skjóta sendiboða illra tíðinda.  Þessi staða hefði komið upp fyrr eða síðar.


mbl.is Stjórnvöld marki stefnu til langs tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Því miður Siggi minn þá er þetta ekki bara höfuðborgar krísa því þetta er versta ástand sem gat skapast við þessar aðstæður.

Það eru um 14 mánuðir sem menn fóru að velta þessu alvarlega fyrir sér og hvað væri til ráða, en svo bara sofnuðu þeir á vaktinni og hafa ekkert sér til varnar, því miður. Þeir ætluðu sér að fá ódýrtt fjármagn á hliðarlínunni en það bara gerðist ekki.

Þetta eru hagstjórnarmistök sem skrifast á stjórnvöld og ekki nokkurn annan aðila. Það var vitað að það þyrfti að auka gjaldeyrisforðann eftir að fjármálafyrirtækin stækkuðu svona gífurlega, en það var ekki gert. Það var lag þegar Kaupþing vildi fara að gera upp í evrum þá hefðum við þurft að auka gjaldeyrisforðann sjálfkrafa, en þá verandi stjórn fór og tók út 400.000 kr úr Búnaðarbankanum, og það eina sem sagt var svona gera menn ekki, nema götustrákar. þetta er ekki alveg rétt tima röð en hún var nokkurn vegin svona.

Það verður aukið við kvótann það er gott fyrir okkur og svo verður jafnvel farið inní alþjóðagjaldeyrissjóðinn síðar í vikunni, þar eru atvinnumenn í þessari stöðu og ég sé ekkert að því að leita þangað eftir aðstoð, því okkar menn hafa einfaldlega ekki þekkingu til að bregðast við þessu ástandi í dag. Þeir hefðu getað gert eitthvað fyrir kannski 6 mánuðum en þeir tóku þá örlagaríku ákvorðun að gera ekkert, þannig að við erum að súpa seyðið af þeirri stjórnvaldsákvörðun, eða eins og Georg Bjarnfreðarson myndi segja "þetta eru bara mistök."

Friðrik Björgvinsson, 5.10.2008 kl. 21:58

2 identicon

Ég verð að játa í öllu þessu krepputali hefur einmitt þetta komið upp í hugann aftur og aftur.  Þetta er það ástand sem allavegna Vestfirðir hafa búið við undanfarin ár. 

Mér varð á að segja í sumar að þjóðin hefði verið seld fyrir einkavæðinguna og alls óvíst að hún fengi greitt fyrir sitt framlag en ég vildi sjá laun (arðgreiðslur) til þjóðarinnar.

Held samt að þetta fari allt vel að lokum þegar við erum búin að stokka spilin og bretta upp ermarnar.

Guðrún Anna

Guðrún Anna Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband