3.3.2009 | 23:09
20% afskriftir húsnæðislána
Makalaust hvað margir eiga erfitt að skilja tillögur Framsóknarmanna um 20% niðurfellingu húsnæðislána. Málið er það að þegar er búið að borga þetta og einnig það að aðgerðin væri ekki sértæk, heldur almenn og kæmi í veg fyrir gjaldþrot þúsunda fjölskyldna.
Þessi mynd skýrir tillöguna mjög vel...
A: Íbúðalán landsmanna var fyrir bankahrunið, nokkuð jafnt skipt milli stóru bankanna þriggja og Íbúðalánasjóðs, 1.300 milljarðar alls.
B: Íbúðalánasöfn gömlu bankanna voru færð inn í nýju bankanna og það metin á 50%. Gömlu bankarnir (þrotabúin) fengu skuldabréf upp á ca 325 milljarða fyrir en restin var afskrifuð.
C: Íbúðalánasjóður fengi þessi íbúðalán á 325 milljarða, samkvæmt tillögu Framsóknar og hefur þá greitt 975 milljarða fyrir 1.300 milljarða lánasafnið.
D: Íbúðalánasjóður á enn lausa 65 milljarða til að taka á sig útlánatöp, þrátt fyrir að afskrifa 20% af lánunum.
E: Íbúðalán niðurfærð um 20%, (að ákveðnu hámarki fyrir hvern auðvitað) léttir greiðslubyrði íbúðaeigenda gríðarlega, eykur möguleika þeirra á að standa í skilum og eykur líka neyslugetu almennings. Það atriði vinnur líka gegn samdrætti.
Núllkostur: Með því að afskrifa ekki lán um 20%, er verið að setja hagsmuni Íbúðalánasjóðs ofar hagsmuni lántakenda. Sjóðurinn mun að óbreittu eiga kröfu á 325 milljarða hærri kröfu en hann hefur lagt til sjálfur.
Segja má að með því að kasta þessum tillögum án umræðu sé sértæk aðgerð til handa íbúðalánasjóði. Þeir sem borga í því tilfelli eru fjölskyldur þessa lands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Siggi.
Það kom að því að við yrðum sammála um eitthvað.
Bjarna Ben leist nokkuð vel á þessar tillögur ykkar. Ég er ekki frá því heldur að þetta yrði framkvæmanlegt ef vilji væri fyrir hendi. Það liggur hins vegar fyrir að sú ríkisstjórn sem þið bakkið upp í vitleysunni mun ekki gera neitt í þessa veru. Jóhanna segir að þetta setji Íbúðalánasjóð beint á hausinn.
Það eru nánast engar líkur til að ríkisstjórnin samþykki að afskrifa part af skuldum heimilanna. En skuldir annarra eins og t.d Árvakurs og sparisjóðanna er ekkert mál að afskrifa. Fólkið getur bara séð um sig sjálft.
Ingólfur H Þorleifsson, 4.3.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.