Skuldastaða sveitarfélaga

Á tímum kennitöluflakks og skuldaniðurfærslna er rétt að koma með smá tillögu:

Setjum Ísafjarðarbæ í gjaldþrot og látum gömlu sveitarfélögin taka við rekstrinum.  Einföld og sígild leið til að losna við óyfirstíganlegar skuldir.....Woundering

Voru ekki gömlu sveitarfélögin líka miklu betri en þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er gott að þú ert farin að blogga aftur Siggi minn. Þessi nálgun ykkar framsóknarmanna getur gengið og er sennilega mjög einföld í framkvæmd og kemur til með að hjálpa þeim sem eru að sjá framá vandamál eftir c.a. 2 til 3 mánuði og þeim sem eru komnir í vandræði, en öðrum ekki, ekki þeim sem eru með gífurlegar skuldir og ekki þeim sem skulda ekki neitt, sem ég reyndar skil ekki hvernig getur staðist, en ég hef ekki lagt þetta niður fyrir mér hvað það er stór hópur.

Ég gæti giskað á að þetta séu um 8 til 10.000 manns sem að þetta gæti bjargað frá vandamálum, sem er nokkuð gott, en ég er farin að álíta sem svo að þessar aðgerðir þurfi að skapa sem mesta vinnu, eða svo sýnist mér á núverandi stjórnvöldum, að svona beinar aðgerðir séu ekki vinsælar vegna atvinnusköpunar sjónarmiða, því ef það á að fara ofaní hverja umsókn til gjaldasamninga þurfum við sennilega ein 5 til 8 ár til að klára það svo vel sé, ég er ekki alveg að skilja þessa nálgun hjá hinu opinbera..

Einar góðar fréttir hef ég þó handa þér að það er búið að skoða Persónukjörið og það kemur ekki illa út fyrir konur sem var svona vafa atriði í mínum huga, en það er búið að skoða þetta og það kom í ljós að þetta kemur til með að jafna hlut kvenna frekar en hitt, en þýddi í sama stað meiri vinnu við kynningu og framsetninguar. Tölurnar lágu nokkurnvegin svona karlar kjósa karla í 75% til fellum konur kjósa karla í 50% tilvikum þannig að munurinn getur ekki raskað núverandi vægi þingmanna...

Friðrik Björgvinsson, 7.4.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband