Jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar

Já komið þið blessuð og sæl.

Í sumar fagna landsmenn 50 ára afmæli Dynjandisheiðarinnar og 60 ára afmæli Hrafnseyrarheiðarinnar.  Afmælisbörnin bera aldurinn einstaklega vel þrátt fyrir að hafa ekki, ólíkt flestum jafnöldrum sínum, fengið lítameðferð eða hrukkueyðingu.  Afmælisbörnin eru sem sagt svo til óbreitt frá sköpunartíma sínum, niðurgrafnir moldarvegir, og eru eins og í árdaga, eingöngu ætluð til sumarnota, enda haldið lokuðum að meðaltali 120 daga á ári.

Skipti þá engu hvað vegalengir lengjast mikið milli staða á Vestfjörðum.  Þannig verður vegalengdin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar 639km en er á sumardegi 172km.  Það er sambærilegt við það að vegurinn milli Selfoss og Reykjavíkur sé lokaður um Hellisheiði og öll umferð fari um Kjöl og Holtavörðuheiði, 4 mánuði á ári.

Á Íslandi má ekki mismuna fólki vegna kynferðis, litarhátta, trúarbragða, þjóðernis eða stjórnmálaskoðana.  Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að mismuna fólki vegna búsetu.  Á meðan grunn þjónusta er ekki til staðar á sumum svæðum virðist þurfa að hanna veg annarsstaðar með tilliti til hámarks umferðamagn, sem þó er aðeins í fáa tíma, um helgar, á sumrin.

Verði ekki breiting á og tíðni slysa á Suður- og Vesturlandsvegi lækki, mæli ég með að prófuð verði sama aðferð og iðkuð er á þjóðvegi 60, haldið veginum lokuðum.  Sú aðferð hefur nánast komið í veg fyrir banaslys á þeirri leið.


mbl.is Sunnlendingar þrýsta á um úrbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband