Sérfræðingur er sá sem veit mjög mikið um mjög lítið !

Og er gott dæmi um það fiskifræðingar.

Merkilegt að bera þessi tvö línurit saman.

Færeyjareynsla
Þorskveiði 1920-1995

Stærsi munurinn er sá að Færeyingar sáu á aðeins tveimur árum að kerfið var mein gallað og köstuðu því.  Við Íslendingar hinsvegar erum svo klárir að á 25 árum og niðurskurði upp á 60% erum við engu nær og skiljum ekkert hvað klikkar.

Og ekki dettur nokkrum manni í hug að hlusta á menn eins og Jón Kristjánsson, þó svo að hann hafi mun meiri reynslu en flestir aðrir.  Og þar af síður að hlusta á nokkurn sjómann, enda vita þeir auðvitað ekkert, lítið menntaðir og búa vart að öðru en reynslu !

En án gríns, hefur þjóðin virkilega efni á því að gera EKKI tilraun með sóknarmark og aukna sókn.  Hverju getum við mögulega tapað?

Og eitt að lokum.  Um helgina heyrði ég lítillega glefsu af umræðu um ESB og inngöngu Íslands.  Þar notaði ESB-andstæðingur þau rök að með inngöngu í ESB og sameiginlega fiskveiðistjórnun, yrði Ísland bara eins og einhvað kvótalaust þorp úti á landi.  Já það kann vel að vera, en hvers á þorpið að gjalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Sæll Siggi minn, ég get ekki verið þér sammála um þetta. Ég er mest hræddur um kvótahoppið, það hef ég séð hvernig virkar og þá væri kannski enn betra að hafa Spánverja fyrir utan að veiða kvótann?

Það verður að koma í veg fyrir framsalið og veðsetninguna í greininni, það síðar nefnda gæti orðið mjög erfitt í dag en þetta var það sem ég sagði ætíð um kerfið. Mín skoðun á því hefur ekki breyst. Það þarf að opna leið fyrir aðila til að komast inní kerfið með einhverjum hætti, en ekki kollvarpa því með óvönduðum hugmyndum eins og fyringarleiðinni, hún gæti gengið en ekki eins og stjórnvöld settu hana fram síðast. Það var bara rugl.

Það má skoða atriði sem eru til bóta fyrir alla aðila, en horfðu nú í eigið brjóst og hugsaðu um þá aðila sem seldu allar heimildir hæðst bjóðanda, hvar eru þeir fjárglæframenn??? Findu þá og krefðu þá um endurgreiðslu með áföllnum vöxtu.

Þú veist að þið voruð með sterka stöðu á sínum tíma en misvitrir aðilar komust með græðgisklærnar í heimildirnar og hreinlega seldu þær á brott, málið er ekki flóknara, þeir töldu sig vera mikla fjármálasnillinga, sem ekki þarf að segja meira frá eða hvað????

Friðrik Björgvinsson, 14.9.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband