27.10.2009 | 09:43
Samnorrænt ríki.
Þetta er skemtileg nálgun á viðfangsefnum nútímans. Líklega sjaldan einmitt verið meiri þörf á uppstokkun, sérstaklega á Íslandi.
Ég held að í öllu falli væri þetta mun skárra en sú eiginhagsmunapólutík sem tröllríður öllu hér á landi og er að gera þjóðina að öreigum.
Og þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta í reynd ekkert meira mál en að sameina sveitarfélög!
Vill stofna norrænt ríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
now we are talking
Jón Snæbjörnsson, 27.10.2009 kl. 09:45
Hugmyndin er ágæt,
Gætum við komið okkur saman um einhverskonar norræna krónu?
Gætu konungsríkin í Noregi og Svíþjóð sætt sig við einhverskonar "aðal" konungshöll í Danmörku?
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:52
Það er líka nákvæmlega það sem Ísland myndi verða í svona bákni: sveitarfélag.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 10:43
Og er það einhvað verra en núverandi staða, Guðmundur ??
Sigurður Jón Hreinsson, 27.10.2009 kl. 11:37
Já, ég vil frekar búa á sjálfstæðu og fullvalda Íslandi þar sem við ráðum sjálf okkar eigin málum, en í einhverjum útnárahreppi sem er stjórnað af útlendingum sem þekkja ekki okkar þarfir eða sérstöðu. Ekki það að íslensk stjórnvöld séu alltaf með það á hreinu heldur, en líkurnar á því að geta haft áhrif á þau eru þó meiri en ef valdið væri flutt til annara landa. Ef ég get labbað heim til þeirra sem hafa völdin og sagt mína skoðun á þeim, þá líður mér betur með það heldur en ef allar ákvarðanir eru teknar af ósnertanlegum aðilum sem sitja í fílabeinsturnum í fjarlægum löndum. Hér er það nálægð valdsins við fólkið sem er lykilatriði í mínum huga, því það er mun auðveldara að taka slæmar ákvarðanir úr fjarlægð þar sem viðkomandi þarf aldrei að upplifa afleiðingar gjörða sinna sjálfur.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 11:53
Það sem þú ert að lýsa þarna Guðmundur, er einmitt upplifun margra íbúa á landsbyggðinni. Við einhverja færsluna við þessa frétt, berð þú þetta saman við Súðavík. Staðreyndin er einmitt sú að það vildi fullt af fólki búa þar og víða um land, en heimskulegar ákvarðanir stjórnvalda hafa svipt þessa íbúa möguleikunum á að nýta sér lálægar auðlindir. Einmitt er það dæmi um slæmar ákvarðanir teknar úr fjarlægð þar sem viðkomandi þarf aldrei að upplifa afleiðingar gjörða sinna sjálfur.
Munurinn á Íslenskum stjórnmálamönnum og þá hugsanlega norrænum, í sameiginlegu ríki, er hinsvegar sá að siðferði norrænna stjórnmálamanna er til muna betra og mikið minni líkur á því að upplifa viðlíka hrottaskap og hér viðgengst, þar sem sérhagsmunri fárra útvaldra eru teknir fram yfir hagsumni stórs hluta þjóðarinnar.
Og varðandi fílabeinsturna, þá þurfa þeir ekki að vera í öðrum löndum til að menn tapi tengingunni. Um það eru skýr dæmi hér á landi.
Sigurður Jón Hreinsson, 27.10.2009 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.