Hversvegna að veiða 130 þúsund tonn ef þorskstofninn þolir 400 þúsund tonn?

Það er sérkennilegt í allri umræðu um sjávarútvegsmál á Íslandi undanfarið, að Hafrannsóknarstofnun hefur verið alveg stikkfrí í þeirri umræðu.  Eins og það sé eini aðilinn sem ekki má styggja, hefur alltaf rétt fyrir sér.  En er það svo ?

Á yfirstandandi fiskveiðiári hljóðuðu ráðleggingar Hafró upp á 130 þús tonn af þorski sem verður að segjast að er hreint hlægileg frammistaða eftir 25 ára “uppbyggingarstarf” og varla nema helmingur af veiddum afla á upphafsári kvótakerfisins.  Árangurinn verður svo ennþá aulalegri í samanburði við árin 1952-1972 þegar veiddust að meðaltali 400-450 þús tonn af þorski á Íslandsmiðum.

Staðreyndirnar tala sínu máli.  Í engu tilfelli hafa hrakspár Hafró gengið eftir, þegar spáð hefur verið hruni fiskistofna, ef veitt yrði meira en ráðleggingar þeirra gerðu ráð fyrir.  Og að sama skapi hafa áætlanir þeirra um uppbyggingu með friðun hrapalega mistekist. 

Vinnuaðferðir Hafrannsóknarstofnunar eru vísindasamfélaginu til skammar.  Mikið vantar á að starfsmenn séu nægjanlega gagnrýnir á kenningar og útreikninga, sérstaklega þegar mælingar stangast í verulega stórum atriðum á við kenningar.  Og þá eru grundvallarreglum vísindamanna er þverbrotnar þegar mælitölum er breitt aftur í tímann.

Reynslan segir okkur að fiskimiðin þoli mun meiri veiði en nú er.  Í ljósi þess hvetur undirritaður, ríkisstjórn Íslands að auka þorskveiðar með þeim hætti að taka upp sóknarmark til reynslu til tveggja ára.  Markmiðið verði að:

  1. Fá allan veiddan fisk að landi.
  2. Fá raunverulegann samanburð á veiðistjórnunaraðferðum.
  3. Sjá með skýrum hætti áhrif aukinnar veiði á stofnstærð fiskistofnanna.
  4. Auka vinnu og gjaldeyrissköpun.
  5. Bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegsins, með verulegri veltuaukningu og lækkun kostnaðar.
  6. Auðvelda nýliðun í greininni.
  7. Færa sjávarbyggðum aftur nýtingarréttinn af fiskimiðunum.
  8. Efla byggð í landinu.

mbl.is Gríðarsterkur þorskárgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband