Leggst byggð af á landsbyggðinni ?

Það er ekki minna líklegt!  Og allt vegna þrældóms og einokunaraðferðar "kvótakerfis í fiskveiðum".
mbl.is Leggst byggð af í Feneyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför að landsbyggðinni, ha

Kvótakerfið sem núna er við lýði er aðför að landsbyggðinni.  Það að banna einstaklingum og fyrirtækjum að nýta nálægar auðlindir, má helst líkja við að kæfa, hindra öndun.

Kvótakerfið er fyrst og síðast tæki til einokunar.  Á Íslandi er kvótakerfið í höndunum á sjálfselskum og lélegum sölumönnum, sem nota "ábyrgar fiskveiðar" sem gæðastimpil. 

Staðreyndin er samt sem áður sú að fiskveiðistjórnun með þessu kerfi byggir eingöngu á ÓSÖNNUÐUM kenningum.  Og ósannaðar kenningar kallast ekki vísindi.


mbl.is Alvarleg ógn við sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samnorrænt ríki.

Þetta er skemtileg nálgun á viðfangsefnum nútímans.  Líklega sjaldan einmitt verið meiri þörf á uppstokkun, sérstaklega á Íslandi.

Ég held að í öllu falli væri þetta mun skárra en sú eiginhagsmunapólutík sem tröllríður öllu hér á landi og er að gera þjóðina að öreigum.

Og þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta í reynd ekkert meira mál en að sameina sveitarfélög!


mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjálfstæði Íslands þjóðinni fyrir bestu?

Þetta er spurning sem á við á öllum tímum, ekki bara núna í tengslum við Icesave.  En eru menn tilbúnir til að spyrja sig og aðra, þessarar spurningar og fá hreinskilið svar ???

Er Ísland kanski of lítið land til að vera sjálfstætt?  Greinilegt er að "vinir" okkar í NATO geta líka verið óvinir okkar, þegar það þjónar þeirra hagsmunum betur.  Augljóst er að rík hagsmunatengsl aðila í stjórnsýslu og viðskiptalífi hafa mikil áhrif.  Samt sem áður er orðið spilling bannorð á Íslandi.  Hvernig stendur á því að almenningur á Íslandi er látinn borga amk. 10 sinnum hærri vexti á húsnæðislánum en almenningur í öðrum Evrópulöndum.  Hvernig stendur á því að atvinnuréttur manna er fótum troðinn á landsbyggðinni, en væri aldrei látið viðgangast á höfuðborgarsvæðinu.  Þannig má lengi telja.

Ég er nokkuð viss um það að frelsishetjan Jón Sigurðsson hefur snúið sér alloft í gröfinni síðustu árin, horfandi upp á það að hans ævistarf vera svívirt með nýfrjálshyggju og græðgi, í skjóli laga frá Alþingi. 

Barátta Jóns, alla hans ævi, var fyrst og fremst fyrir þjóðina.  Þjóðin á betra skilið, en hún hefur fengið síðastliðin 30 ár.  En spurningin er, hefur nokkur stjórnmálaflokkur það siðferði sem þarf til að koma til bjargar þjóðinni? 


mbl.is Sátt við Icesave-niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni dagsins

Eins og Jón Jónsson menningarmálafulltrúi Vestfjarða orðaði það svo skemmtilega á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga, fyrir skemmstu, þá er vegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar ekkert stórkostlegur eftir þessa framkvæmd, hann er bara ásættanlegur.  En hann var það ekki áður.

Og á Vestfjörðum er nóg af óásættanlegum vegum.

En hvenær í fjandanum fóru menn að miða allt við vetrardagsfærð ?????  Arnkötludalur  styttir leiðina um núll km miðað við Vesturleið. 


mbl.is 42 km styttra á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt fyrir nýliðun !

Án þess að ég vilji fara út í einhvað hártog um orðalag, þá er staða samkeppnismála á Íslandi alvarleg með tilliti til nýliðunar.  Nýsköpun er orð sem notað er yfir aðra hluti, þ.e. nýja tegundir atvinnugreina eða verðmætasköpun úr ónýttri auðlind.

Hinsvegar er ég sammála því að núverandi staða í smávöruverslun hamli nýliðun og þar af leiðandi samkeppni.  En það er á fleiri sviðum.  Þannig er kvótakerfið í sjávarútvegi að kæfa alla nýliðun.  Þeir vesalingar sem af bjartsýni kaupa sér bát, eru þar með orðir þrælar kvótaeigenda og peningaaflanna. 

Hvenær má vænta þess að kvótakerfið verði úrskurðað ólöglegt vegna grófra brota á samkeppnislögum?  Trúlega ekki á meðan dómarar Sjálfstæðisflokksins sitja !


mbl.is Alvarlegt fyrir nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Patreksfjörður-Ísafjörður 465 km

Já eins og lesa má út úr fréttinni er ófært milli norður og suðursvæða Vestfjarða.  Leiðin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar lengist úr því að vera 174 km á sumrin, yfir í einhverja 465km.

Að vísu lengdist leiðin áður upp í 627 km.  En það er fátt sem bendir til þess að það sé komið árið 2009.


mbl.is Færð á vegum - opið um Arnkötludal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir fiskifræðingar ??

Ætli þetta hafi nokkuð verið íslenskir fiskifræðingar?  Þetta mynnir óneitanlega á loforð þeirra um 500 þúsund tonna jafnstöðuafla á ári af þorski.  Á rétt tæpum fjörutíu árum er árangurinn eftirtektaverður, svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Hét góðri uppskeru fyrir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingur er sá sem veit mjög mikið um mjög lítið !

Og er gott dæmi um það fiskifræðingar.

Merkilegt að bera þessi tvö línurit saman.

Færeyjareynsla
Þorskveiði 1920-1995

Stærsi munurinn er sá að Færeyingar sáu á aðeins tveimur árum að kerfið var mein gallað og köstuðu því.  Við Íslendingar hinsvegar erum svo klárir að á 25 árum og niðurskurði upp á 60% erum við engu nær og skiljum ekkert hvað klikkar.

Og ekki dettur nokkrum manni í hug að hlusta á menn eins og Jón Kristjánsson, þó svo að hann hafi mun meiri reynslu en flestir aðrir.  Og þar af síður að hlusta á nokkurn sjómann, enda vita þeir auðvitað ekkert, lítið menntaðir og búa vart að öðru en reynslu !

En án gríns, hefur þjóðin virkilega efni á því að gera EKKI tilraun með sóknarmark og aukna sókn.  Hverju getum við mögulega tapað?

Og eitt að lokum.  Um helgina heyrði ég lítillega glefsu af umræðu um ESB og inngöngu Íslands.  Þar notaði ESB-andstæðingur þau rök að með inngöngu í ESB og sameiginlega fiskveiðistjórnun, yrði Ísland bara eins og einhvað kvótalaust þorp úti á landi.  Já það kann vel að vera, en hvers á þorpið að gjalda?


Helferðarstjórn?

Nýr Kópavogsfundur var í morgun.  Ísland var afhent nýlenduþjóðum.

Þjóðin á að játa á sig sök en einstaklingarnir sem frömdu glæpinn fá að ganga lausir.

Það eru horfur á góðri sölu á rauðri málingu næstu misseri.


mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband