Munar ríkinu ekkert um 1.400 milljarða ?

Með hreint fádæma heimskulegri ákvörðun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að ríkið ábyrgðist allar bankainnistæður á Íslandi í bankahruninu, varð tjón ríkissjóðs meira en dæmi eru um.  Hefði hinsvegar verið sett þak á upphæðirnar og allar innistæður undir ákveðinni upphæð verið tryggðar, hefði mátt tryggja uþb 97% af innistæðum einstaklinga og ca 92% af innistæðum félaga.  Ég hvet alla að lesa um þetta nánar hér.

Í sama ljósi er sérkennilegt að lesa skrif fyrrum sjávarútvegsráðherra, þar sem hann heldur uppi vörnum fyrir kerfi sem engin þörf er á, nema fyrir kerfið sjálft.  Kvótakerfi sem slík eru ekki sett á fyrir fjármálastofnanir, heldur er það kerfi til að stýra veiðum.  Ef veiðarnar eru ekki það miklar að þurfi að stjórna þeim á að leggja kerfið af, svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband