2.11.2010 | 20:30
Gjaldþrota hugmyndafræði Sjálfstæðismanna
Með nýjasta útspili sínu hafa Sjálfstæðismenn enn og aftur sent almenningi löngutöngina. Það þótti ekki tiltökumál að ábyrgjast 2300 milljarða, á kostnað almennings, langt umfram skyldur og heilbrygða hugsun.
En stökkbreittar skuldir almennings í húsnæðislánum skal fólk allt borga í topp og helst meira. Sú leið sem Sjálfstæðismenn vilja fara til að blóðmjólka almenning er að lækka greiðslubyrgðina um helming í þrjú ár. Hafa menn ekki reiknað út hvað það kostar???
Sú leið mun gera stóran hóp fjölskyldna tæknilega gjaldþrota og hækka heildar endurgreiðslu á 18 milljón króna 40 ára láni úr 40,5 milljónum og í 65,3 milljónir.
Alveg í stíl við annað á þeim bænum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En sjálfstæðisflokkurinn vinnur á og það frekar verulega. Þetta sýnir hversu ginnkeypt þorra fólks er fyrir einhverjum innistæðulausum gylliboðum.
Úrsúla Jünemann, 2.11.2010 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.