Er að spara fyrir hernum ?

Það er nú alveg makalaust að fylgjast með því hvað Björn Bjarnason er tvöfaldur.  Í öðru orðinu er hann að efla löggæsluna en á sama tíma er hann að skera niður útgjöld til lögreglunnar. 

Sameining lögregluumdæma í nafni hagræðis og eflingar löggæslustarfa er eitt stórt kjaftæði.  Reynslan sýnir að þessi leið er alltaf farinn til að klípa fjármagn í burtu.

Það vildi ég að hægt væri að draga ráðherra til ábyrgðar fyrir embættisafglöp.  En eins og dæmin sanna með borgarstjóra, axla þeir ábyrgð með öðrum og flóknari hætti.


mbl.is Fjármál lögreglunnar á Suðurnesjum rædd við ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Meira þessu tengt.  Rakst á frétt á Skutull.is

Sameining heilbrigðisstofnana

"Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að styrkja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni með því að ráðast í sameiningu heilbrigðisstofnana á fjórum svæðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 

Markmiðið með þessum aðgerðum er að auka og styrkja  þjónustu við íbúana, nýta betur þekkingu fagfólks og skapa sterkari rekstrareiningar. Sameiningin skapar sömuleiðis möguleika á því að auka nærþjónustu við íbúana, t.d. með reglubundnum komum sérfræðilækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til hinna ýmsu starfsstöðva á viðkomandi svæðum....."

Er þetta ekki allt sama tuggan og Björn Bjarnason var með þegar hann var að sameina lögregluumdæmin?

Sigurður Jón Hreinsson, 10.3.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband