10.3.2008 | 21:35
Er að spara fyrir hernum ?
Það er nú alveg makalaust að fylgjast með því hvað Björn Bjarnason er tvöfaldur. Í öðru orðinu er hann að efla löggæsluna en á sama tíma er hann að skera niður útgjöld til lögreglunnar.
Sameining lögregluumdæma í nafni hagræðis og eflingar löggæslustarfa er eitt stórt kjaftæði. Reynslan sýnir að þessi leið er alltaf farinn til að klípa fjármagn í burtu.
Það vildi ég að hægt væri að draga ráðherra til ábyrgðar fyrir embættisafglöp. En eins og dæmin sanna með borgarstjóra, axla þeir ábyrgð með öðrum og flóknari hætti.
Fjármál lögreglunnar á Suðurnesjum rædd við ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Meira þessu tengt. Rakst á frétt á Skutull.is
Sameining heilbrigðisstofnana
"Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að styrkja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni með því að ráðast í sameiningu heilbrigðisstofnana á fjórum svæðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Markmiðið með þessum aðgerðum er að auka og styrkja þjónustu við íbúana, nýta betur þekkingu fagfólks og skapa sterkari rekstrareiningar. Sameiningin skapar sömuleiðis möguleika á því að auka nærþjónustu við íbúana, t.d. með reglubundnum komum sérfræðilækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til hinna ýmsu starfsstöðva á viðkomandi svæðum....."
Er þetta ekki allt sama tuggan og Björn Bjarnason var með þegar hann var að sameina lögregluumdæmin?
Sigurður Jón Hreinsson, 10.3.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.