Það er rangt að halda því fram að göng á milli Skutulsfjaðrar og Álftafjarðar séu forgangsmál.

Hinsvegar eru úrbætur á þeirri leið mikilvægar.  Ekki rugla því saman.

Hvet alla til að lesa skýrslu Vegagerðarinnar frá 2002.  Þar kemur berlega í ljós að margir kostir eru í stöðunni.

Einnig er mikilvægt að fólk taki afstöðu til þess, hvort að ásættanlegt sé að yfir 100 flug séu að falla niður á ári hingað til Ísafjarðar.  Er ekki full ástæða til að krefjast úrbóta á því sviði ?

Hversvegna eru ekki undirskriftasafnanir til að fá nýjann og fullkominn flugvöll á norðanverðum Vestfjörðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Henry.  Ég kannast við innsláttarpúkann, hann eltir mig líka stundum.

"Reynslan af Óshlíð er sú að verulegur árangur hefur náðst í snjóflóðavörnum en minni í grjóthrunsvörnum. Á Súðavíkurhlíð er aðalvandamálið snjóflóð, en ekki grjóthrun. Að þessu athuguðu er vert að íhuga hvort skápaleið geti verið nothæfur kostur á Súðavíkurhlíð."  bls.22.

Vegskálaleiðn fær einkunina 8-9 af 10 en kostanður við þá leið er einn fjórði af kostnaði við jarðgöng úr Naustum og í Sauradal, sem N.B. fær einkunina 10.  Þar að auki er málflutningur af því tagi, að leiðin sé svo svakalega hættuleg og þarf tafarlausar úrbætur í hrópandi mótsögn við þann sem segir að vel sé hægt að bíða í áratugi eftir jarðgöngum.  Umræður um jarðgöng á þessari leið er án skynsamlegra raka og jaðrar við trúarbrögð.

Um afstöðu þína til flugmála, kemur mér þröngsýni þín á óvart.  Ekki sýst núna þegar við nefndarmenn og bæjaryfirvöld erum að krefjast þess að fá að fljúga milli landa frá Ísafirði.  Við eigum að mínu mati að hugsa lengra en bara til Reykjavíkur.  Það er bara stoppistöð ekki leiðarendi.

Sigurður Jón Hreinsson, 26.8.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Henrý.

Kirkjubólshlíð er ekkert mál að verja með skápum.  Þar að auki er hætta á snjóflóðum á þeirri hlíð það lítil að varla getur talist verjandi að eyða milljörðum í göng til að sleppa við þá hlíð. 

Berðu saman þá kosti sem eru í stöðunni, varðandi tengingu við þá staði sem þú nefnir.  Hvaða staði er hægt að leggja veg til meðfram sjó af þeim ?  Það eru Bolungarvík og Súðavík.  Og eðli þeirrar hættu sem er annarsvegar á Óshlíð og hinsvegar á Súðavíkurhlíð er ólíkt.  Mjög góður árangur náðist á Óshlíð að verjast snjóflóðum en göngin eru ákveðin EINGÖNGU VEGNA GRJÓTHRUNS.  Svo einfallt er það.  Það er algengurog óþolandi ósiður að vera alltaf að bera saman epli og appelsínur.

En aðeins varðandi flugið.  Ég veit að við erum sammála en það næst engin umræða um hluti ef fólk segir bara já og amen.  Fyrir okkur og kröfur okkar í flugöryggi heimafyrir, skiptir engu máli hvort að flugvöllur verður í Reykjavík eða ekki.  Það skiptir okkur auðvitað miklu máli en bara á annan hátt.  Það sem snýr að flugvelli við Skutulsfjörð er auðvitað sú óþolandi staða að flug hingað er algerlega háð veðri og þar að auki er völlurinn sem slíkur staðasettur þannig að hann stenst engar nútíma kröfur.  Ekki er mögulegt að lenda hér á stærri vélum en Fokker og við fáum ekki að nota hann til millilandaflugs.  Við verðum að fá nýjann flugvöll.  Völl sem hægt er að nota í litlu skyggni og myrkri.  Völl sem tekur stærstu gerð af flugvélum.  Flugvöll sem má nota í millilandaflug.  Þar eru okkar sóknarfæri.  Hvað vitleysingarnir í borgríkinu gera, er ekki á okkar færi að stjórna.  En þarna eigum við að sækja fram.  Í nýjann flugvöll má gjarnan eyða nokkrum milljörðum.  Mun frekar en að sóa þeim í jarðgöng sem leysa af hólmi veg sem kostar lítið að laga.  Trúlega mætti gera góðann flugvöll fyrir mismuninn.

Sigurður Jón Hreinsson, 28.8.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband