Rétturinn til að nýta eigin fiskistofna ???

Já, hvaða rétt hafa Íslenskir þegnar til að nýta sína fiskistofna ?

Sjávarútvegsráðherra er eins og venjulega úti á þekju, í pistil á blogginu sínu.

Vissulega er rétt að fullnaðarsigur í landhelgisstríðunum var ótúlegur áfangi, en eins og skipherrar Landhelgisgæslunnar frá þeim tíma, hafa bent á þá var það stríð til einskins unnið.  Hefðu menn grunað að aulindin væri svo gefinn til einstakra aðila til þess eins að heimta leigu af nýtingunni hefði aldrei verið farið í þessi stríð.

Íslenska kvótakerfið er líklega versta hugmynd Íslandssögunnar.  Og í samstarfi með gervi-vísindamönnum Hafrannsóknarstofnunar er nýting fiskimiðanna lakari en á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. 

Íslensk stjórnvöld hafa stundað mannréttindabrot í yfir 20 ár.  Sjávarútvegsráðherra er slétt sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

...framsóknarmaður eins og flest skynsamt fólk! Er þá kvótakerfið í dag og undangengin ár ekki á neina lund á ábyrgð Framsóknarflokksins?

Árni Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Árni.

Það er rétt hjá þér, Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð í kvótamálinu. Það gera reyndar allir flokkar á Alþingi í dag, að Frjálslindaflokknum undanskyldum. 

Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra árin 1983-1991 í þremur ríkisstjórnum.  Frá þeim tíma hafa Sjálfstæðismenn ráðið ríkjum í því ráðuneyti.  Allann þann tíma hefur kverkatak kvótakerfisins verið að herðast.  Staðan í dag er í einu orði, skelfileg. 

Kvótakerfið var á sínum tíma sett á til að efla þorskstofninn.  Það er ekki lengur markmið kerfisins, enda hafa kvótaeigendur meiri hagsmuni af því að kvótinn sé lítill til að ásóknin í hann sé meiri og leiguverðið til þeirra sem hæst.

Sigurður Jón Hreinsson, 15.9.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín trú er að þessi veiðistýring sé ofmetin þó rétt sé að gæta varkárni. Veiðar með handfæri og á línu geta aðdrei ógnað stofnstærð þorsks en líklegt er að varkárni þurfi að beita við önnur veiðarfæri. Mér finnst fiskifræðin ofmetin vísindagrein enda hefur hún ekki skilað árangri. Lífríki sjávar er gáta sem við leysum aldrei. Sveiflur sem birtast í aflaleysiárum eru ekki sönnun eins eða neins. Það kom gleggst í ljós á átjándu öldinni þegar mörg dauð ár í röð fóru langt með að svelta þjóðina í hel. Þá veiddust 269 fiskar á eina þilskip okkar, 70 lesta skútu á heilu sumri!

Mikið lán að Hafró var ekki þá komið til sögu. 

Árni Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband