Beita íslenskan sjávarútveg fjárkúgun

Rakst á þessa frétt á Visi.is.

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst býsna margt líkt með kúk og skít. 

LÍÚ hefur stundað það í fjölda ára að heimta 60-99% af aflaverðmæti sem leigu fyrir aðgengi að fiskimiðunum sem samkvæmt stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar.  Svo svitna menn þar á bæ ef ÞEIR eiga að borga öðrum 1-2% á sömu forsendum.

Næst segja þeir örugglega að þetta sé mannréttindabrot...........

...........það má reyna að nefna það aftur eftir 24 ár....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er sammála þér að það er hneyksli og örugg leið til örbirgðar fyrir þolendurnar (þ.e. borgendur leigunnar). Einhver hló að Sverri Hermannsyni á sínum tíma fyrir að nefna afleiðingar kvótakerfisins leið til lénskerfis. En það hefur því miður viðgengist síðan um 1990. Prósentuhlutfallið af aflaverðmæti = leigugjald hefur bara farið hækkandi síðan.

Anna Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Já Sigurður en svona er nú löggjöfin, við vitum allt um það er ekki svo það var Kristinn H Gunnarsson sem var vafaatkvæði á sínum tíma hvort það ætti að leyfa að veðsetja aflaheimildir eða ekki. Hann sagið já og það hefur leitt til þess að nú er sjávarútvegurinn svo skuldsetinn að hann getur varla talist rekstrarhæfur vegna skulda, nokkuð kunnuglegt úr fortíðinni þegar fiskverð var gefið út, þá var reyndar miðað við rekstur fiskvinnslustöðva en útgerin skipti ekki nokkru máli í þeim forsendum, nú skiptir höfuðmáli að það sé rekstrargrundvöllur fyrir útgerð skipana, sem eru flest í eigu fiskvinnslustöðvana. Þetta er stundum kallaður hringur.

Ég segi að það þarf að einblína á stjórnvöld og fá þá til að taka til í sínum ranni og að allir séu jafnir fyrir lögunum, var ekki það nýjasta að selja virkjanirnar sem eru einnig í eigu þjóðarinnar, má ekki úthluta virkjunum á nokkra orkuframleiðendur til að skoða það hvernig það kemur út í nokkur ár, síðar fá þeir að framselja virkjunarkvótann til erlendra aðila og okkar raforkuþörf verður bara að bíða og sjá til hvort það sé afgangsorka til handa hinum óbreytta almúga fyrir 15Wata peru en ekki meira en þrjár.

Síðan að allt öðru hann hefur ekki lesið lokaverkefnið okkar þessi bóndi sem var í vandræðum með rafmagnið fyrir dælurnar í nýja fjósinu, hann ætti nú bara vita það að við vorum búnir að finna lausn á þessu.

Ég skal hætta núna því ég get haldið áfram lengi enn.

Heyrumst síðar..

FB..

Friðrik Björgvinsson, 26.9.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband