Má lækna heimsku með vegaframkvæmdum ?

Ég held ekki.

Þess vegna er alveg ástæðulaust að tvöfalda Suður- og Vesturlandsveg.  Fyrir liggur að ástæða tappamyndunar í umferð á þessum svæðum eru hin fjölmörgu hringtorg.  En hringtorg eru í eðli sínu til þess gerð að draga úr umferðarhraða.

Það er líka vægast sagt fáránleg umræða að vegakerfið á ákveðnum svæðum landsins þurfi að geta annað tvö til þrefaldri umferð miðað við flesta aðra daga ársins.  Annars staðar á landinu er vegum lokað á vetrum og fólki þannig beinlínis meinað að komast ferða sinna.

Þessa dagana er mikið rætt um forgangsröðun og að skilgreina grunnþjónustu vegna efnahagsaðstæðna.  Ég fæ ekki séð að tvöföldun áður nefndra vega falli undir grunnþjónustu, enda eru samgöngur um þessa vegi með ágætum, þó svo að hún gangi hægar á örfáum álagstímum. 

Að klára að tengja alla þéttbýlisstaði landsins með nútímalegum vegum er grunnþjónusta.


mbl.is Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Þakka þér fyrir Gunnar, þetta kann vel að vera rétt hjá þér.

Það breytir ekki því að hegðun íslendinga í umferðinni sínir betur en flest annað að skynsemin er yfirleitt skilin eftir heima.  Fyrir það fyrsta er hjarðeðli í umferð af því tagi að allir skuli fara út á vegina á sama tíma ótrúlega vitlaust.  En að vera að reyna framúrakstur í þungri umferð og ekki síst ef framundan eru hringtorg sem hamla svo enn meira umferð, ekki bara vitlaust heldur hættulegt eins og slysatölur gefa til kynna.

En hvaðan færð þú þessar umferðatölur ???   Meðaltal 7000 bílar á dag.  Tölur um umferð á Hellisheiði frá 2007 gefa upp ÁDU 3403.  Hinsvegar eru topparnir meira en helmingi hærri.  Það er aftur á móti alþekkt út um allann heim en enginn er samt svo vitlaus að hanna umferðamannvirki með hámarksfjölda í huga, aðstæður sem koma að jafnaði 10-15 sinnum á ári.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.8.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er hárrétt hjá Gunnari Þór að endurbætur á tveimur umferðaþyngstu vegum landsins snýst fyrst og fremst um öryggi og slysavörn, ekki hvort maður er korterinu fyrr á ferðinni. Ég bý í Þorlákshöfn og vann í þrjú ár á Verkfræðistofu í Reykjavík í 3 ár og þekki vandamálin nokkuð vel.

Ég vil biðja ykkur báða Gunnar Þór og Vestfirska framsóknarmanninn að koma í heimsókn til mín á siggigretar.blogg.is og lesa pistilinn "Víti til varnaðar"

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Takk fyrir þetta Gunnar Þór og Sigurður Grétar.

Hjó eftir því í skýrslunni frá þér Gunnar, að 42% banaslysa á Suðurlandsvegi eru talin vera tilkomin vegna of mikils hraða, miðað við aðstæður og 17% voru talin vera vegna sjálfsvíga.

Og Sigurður, ég er sammála þér.  Það er ekki nóg að hella sér út í tvöföldun á veginum ef álags og hættupunktarnir eru skildir eftir.  Þess vegna er mun eðlilegra að hugsa leiðina upp á nýtt og finna bestu lausnina.  Til að mynda mætti vel hugsa sér að færa veginn lengra frá Hveragerði og Selfossi.  Varðandi vetrarfærð og hugsanleg jarðgöng, vill ég eindregið benda mönnum á að skoða kosti þess að byggja yfir vegi. 

En, ég stend við allt sem áður hefur komið fram.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.8.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband