Íslenskir fiskifræðingar ??

Ætli þetta hafi nokkuð verið íslenskir fiskifræðingar?  Þetta mynnir óneitanlega á loforð þeirra um 500 þúsund tonna jafnstöðuafla á ári af þorski.  Á rétt tæpum fjörutíu árum er árangurinn eftirtektaverður, svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Hét góðri uppskeru fyrir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan koma þessi 40 ár, kvótakerfið er 25 ára? Og hvenær hefur verið farið eftir ráðleggingum fiskifræðinganna? Mig minnir að sett hafi verið í lög að fara ekki nema eitthvað ákveðið umfram ráðleggingarnar, síðan hafa stjórnvöld gefið undanþágu frá þeirri reglu.

Fiskifræðingar eru sennilega ekki óbrigðulir frekar en aðrir. En ef ekki er farið eftir ráðleggingunum er varla við þá að sakast um hvernig komið er.

sigkja (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: L.i.ú.

Þetta er svipuð staða. Í fákunnáttu sinni fóru íslenskir stjórnmalamenn eftir loforðum spekinganna rétt eins og sumir íbúar Papúa.

Hvað varðar athugasemdina hér að ofan þá lætur nærri að vitleysan hafi staðið í 40 ár eða síðan 1972. Þá stukku gullgerðarmennirnir í Hafró (sem ætluðu að búa til þorsk úr engu í staðinn fyrir gull úr engu)fram á sjónarsviðið. Þó svo að kvótakerfið sé ekki nema 25 ára þá hefur þessi tilraun staðið mun lengur með sóknarstýringu, svæðalokunum, lágmarksmöskvastærð og fleiru.

Það hefur verið farið mjög nákvæmlega eftir tillögum Hafró. Síðan 1994 er ca. 95% fylgni við þeirra tillögur í þorski, en samt fer allt á versta veg. Í öðrum tegundum hefur verið farið mun minna eftir tillögum hafró (td í ýsunni) en þó hefur ástand þeirra stofna verið mun betra en ástand þorsksins.

L.i.ú., 17.9.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Jú mikið rétt, "vísindamenn" hafrannsóknarstofnunar lofuðu því upp úr 1970 að ef farið yrði að þeirra ráðleggingum yrði hér hægt að veiða 500 þúsund tonn af þorski árlega.  En þó svo að menn geti svosem bent á það að ekki hafi alltaf verið farið að þeirra ráðleggingum hefur reyndin samt sem áður orðið sú að eftir því sem farið er nákvæmar eftir tillögunum, því lélegri árangur.  Þannig mældist stofnstærðin einna stærst þau ár sem ekkert var farið eftir tilögum Hafró.

Með sömu röksemdum getur leiðtogi trúarhópsins á Papúa Nýju-Gíneu, væntanlega bent á að hans tillögum hafi ekki verið fylgt næjanlega vel til að búast megi við árangri í bananaræktinni. 

Sigurður Jón Hreinsson, 17.9.2009 kl. 21:04

4 identicon

Þetta er hárrétt - og má lesa í bókinni Fiskileysisguðinn - eftir Ásgeir Jakobsson.  Fiskifræð'ingar lofuðu 550 þúsund tonn jafnstöðu afla ef þeir fengju að ráða.

 Þeir fengu að ráða þessu:

  • Landhelgin færð út í 200 mílur
  • Möskvar stækkaðir í trolli  úr 75 mm í 135 - 155 mm
  • Svæðum lokað
  • Skyndilokunum beitt...
  • Kvóti (afli) skorinn niður úr um 450 þúsund tonn árlega - niður í 150 þúsund tonn
  • Fylgni við að "fara eftir tillögunum var 85% árin 1971-1991
  • Fylgni við að "fara eftir tillögunum var um 97% árin 1992-2009
  • þegar veiðiálag var hæst hérlendis - 1974-1980 (um 43%) tvöfaldaðist stofnstærð þorsks á fimm árum...
  • Þegar veiðiálag var undir 25% (1980-1983) þá "hrundi stofninn um helming"....
  • Síðan þá er hjakkað í lyginni.
  • "árlegt endurmat" á þorskstoninum er stærðfræðiblekking sem "lýgur" upp skýringunum "ofveiði" og "ofmat" - þegar þorskur drepst úr hungri - vegna þess að það er ekkert æti til til að friða svona róttækt......
  • Náttúrulegur dánarstuðull hefur hækkað ír um 18% árlega -  og í um 30-40% árlega - við þessa tilraunastarfsemi sem er ekkert annað en blekking og lygi - en ekki fræðigrein - nema þá fræðigrein í blekkingum.
  • Fyrir þessu öllu liggja fram gögn - ég bendi á Fiskifréttir - 10.nóv.1989 fyrir þá sem vilja vita sannleikann - og bók Ásgerirs Jakobssonar FISKILEYSISGUÐINN....
  • Svo má lesa eina grein eftir Jakob um þetta - Hún er hér ....
  • http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=213331

Kristinn Pétursson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband