ERU Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ekki lengur til?

Makalaust helvíti.  Það virðist vera alger óþarfi að minnast á það að samgöngur milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða eru í algerum ólestri.  Vegalengdin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er í dag 639 km en á sumrin eru það 172km.

Lengingin jafngildir því að íbúi á Selfossi þurfi að aka norður Kjalveg, til Blönduós, suður Holtavörðuheiði, um Borgarfjörð og Hvalfjarðagöng, til að komast til Reykjavíkur. 

Það væri auðvitað ekkert eðlilegra.....


mbl.is Færðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samgöngumálin eru í það miklum ólestri að það eru akkúrat engar samgöngur séu vegir ekki ruddir. Ég er á Patreksfirði og á dóttur á Ísafirði og þrátt fyrir þetta fáa km. á milli hittumst við líklega oftar ef hún byggi í Reykjavík. Ég hef í tæp 50 ár ferðast margoft hér innan kjálkans þá vestanverðs og furða mig verulega á því hvers vegna þessi byggðarlög voru ekki tengd betur á sínum tíma á meðan allt var á full swing í atvinnumálum í stað þess að velja Djúpveginn, en það er margt sem maður skilur ekki í henni veröld. En takk allavega Sigurður fyrir góðar og ítarlegar greinar þínar um samgöngumálin hér á svæðinu.

Anna (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Þakka þér Anna fyrir að kynna þér greinarnar og setja inn athugasemd hjá mér.

Sigurður Jón Hreinsson, 21.3.2008 kl. 16:00

3 identicon

Ekkert að þakka Sigurður, mér sýnist við vera skoðanasystkin, svona að mörgu leyti a.m.k - bæði  Vestfirðingar í marga ættliði að því er ég best veit.  Ég er nýbyrjuð að skoða síðuna þína en hef lesið greinar þínar á bb.is og finnst fínt að einhver skuli nenna og geta sett hlutina fram á mannamáli - ekki öllum gefið að gera það á jafn skilmerkilegan hátt.  Læt þessum commentum lokið í bili a.m.k - Gleðilega páska. 

Anna (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband