Um réttmætar kröfur og óraunhæfar

Á Vestfjöðrum vantar mjög mikið uppá að samgöngur séu boðlegar og samkeppnisfærar við önnur svæði á landinu.  Það á reyndar við um flest allt sem að hinu opinbera snýr.  Við erum óhreinu börnin hennar Evu.  Annars flokks lið.

Þegar raðað er niður verkefnum er eðlilegt að taka fyrst á þeim þáttum sem verstir eru.  Og ef menn skoða vegasamgöngur á Vestfjörðum af fullri sanngirni, þá sjá menn að samgöngur við Djúp eru með því besta sem þessi fjórðungur býður upp á.  Á öðrum svæðum eru samgöngur ekkert í takt við tímann og það er kaldhæðnislegt að vegirnir um Dynjandis og Hrafnseyrarheiðar skulu vera í þeim flokki að hafa mynjagildi.

Eitt dæmi um slæmar samgöngur, er ástand flugs til Vestfjarða.  Til Ísafjarðar falla að meðaltali 100 flug niður á ári.  Á því atriði þarf að taka og það hraustlega.  Við verðum að fá nýjann flugvöll af fullri stærð, og ég vil að Arnarnesið verði kannað til hlýtar, vegna þess að það er trúlega eini möguleiki okkar Ísfirðinga til að hafa flugvöll í nágrenni bæjarins.  Næstu hugsanlegu kostir eru Dýrafjörður eða Ögurnes.  Sé flugvöllur á Arnarnesi vænlegur kostur skal ég gjarnan leggjast á sveifina til að fá jarðgöng milli fjarðanna og þá úti í Arnardal.  Annars er ég einfaldlega á móti því að vera að sóa fé í óþarfa jarðgöng.  Það er mjög auðvelt að verja veginn um Súðavíkur og Kirkjubólshlíðar, eins og lesa má í skýrslu Vegagerðarinnar frá árinu 2002.  Þó svo að segja megi að tilraunin með Óshlíð hafi mistekist, þá má vel sjá það að ástæðan er af mannavöldum og með skipulögðum áróðri næst ýmislegt í gegn.

Eins og þetta ár hefur verið fyrir verslun á Ísafirði, ætti hverjum manni að vera ljós nauðsyn þess að stækka þjónustu og atvinnusvæðið hér.  Skref í þá átt eru göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.  En við þurfum annað skref.  Ég hef áður birt þær tillögur að gera göng undir sjó úr Langanesi yfir á Bíldudal, sjá nánar hér, hér og hér.

Innri tenging Vestfjarða með tveimur göngum

Með þeirri leið yrði leiðin Ísafjörður-Patreksfjörður 110 km í stað 172 km eins og í dag.  Með því væri kominn mun sterkari grunnur fyrir Háskóla á Vestfjörðum, Menntaskólinn myndi eflast stórlega og nemendur af suðurfjörðunum gætu sótt námið hingað daglega án þess að flytja að heiman.  Það er grunnurinn að framhaldslífi þessara staða, að missa ekki ungafólkið í burtu í nám, því þá kemur það aldrei aftur.  Fyrir Ísafjörð skiptir það líka höfuð máli að stækka þjónustusvæðið og fá hingað 1400 reglulega viðskiptavini.

Í kröfum okkar á ríkið skiptir ekki mestu máli að gera sem mestar kröfur.  Þær verða að vera raunhæfar og sanngjarnar.  Ekki bara gagnvart ríkinu heldur ekki síst gagnvart öðrum Vestfirðingum og öðrum Íslendingum.  Kröfur um jarðgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki raunhæfar, þær eru ekki sanngjarnar og þær eru bókstaflega óþarfar.  Hinsvegar er eðlilegt að gera kröfur á aukið öryggi á leiðinni.  Það er bara allt annars eðlis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já Jóna, takk fyrir að kvitta. 

Ef við settumst niður með kort af Vestfjörðum og gæfum vegapottum einkun eftir gæðum og öryggi, þá sæjum við fljótt ákveðið mynstur í kortinu.  Bestu samgöngurnar eru á þessu svæði hér norðurfrá og er leiðin Ísafjörður-Súðavík engin undantekning frá því.  Hún hefur hinsvegar ákveðna annmarka en samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar frá 2002 má stórauka öryggið á þeirri leið með ýmsum öðrum aðferðum en að gera jarðgöng frá Naustum og í Sauradal.  Hvað er þá að því að skoða það frekar ?  Hver segir það að jarðgöng sé eina raunhæfa leiðin og hver eru rökin fyrir því ??

Ég er svosem sammála þér með náttúrulögmálið, að ein jarðgöng í gangi á Íslandi er ekkert lögmál, en það er ekki þar með sagt að það sé sjálfsagt að vera að vinna við tvenn jarðgöng á Vestfjörðum á sama tíma.  Ég veit vel að þörf fyrir jarðgöng er víðar og sumstaðar býsna mikil þörf.

En út frá svari þínu má spyrja tveggja spurninga.

  1. Eru íbúar Súðavíkur rétthærri eða mikilvægara að þeir komist til Ísafjarðar en td. íbúa Vesturbyggðar, Tálknafjarðar eða Þingeyrar?
  2. Ert þú nokkuð búinn að vera að spjalla við samgönguráðherra?

Ekkert persónulegt og ekkert endilega skot á þig Jóna.  En mér finnst ekkert óeðlilegt að koma með svona nálgun á málið, þar sem að ákveðinn aðili hefur ítrekað haldið því fram nýlega að Ísafjörður eigi ekki að vera höfuðstaður Vestfjarða.

Fyrir svo utan það að með því að skoða ekki aðra valkosti varðandi Súðavík-Ísafjörður, þá er líka verið að afþakka allar úrbætur á þeirri leið næstu ár.  Er það í lagi ?

Sigurður Jón Hreinsson, 25.8.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband