25.11.2008 | 00:06
Skipstjóri Exxon-Valdes stjórnar björgunaraðgerðum !
Ég held að sjaldan hafi nokkur komist viðlíka ílla að orði og Ingibjörg Sólrún, þegar hún líkti sér og ríkisstjórninni við björgunarsveit. "Það er ekki tímabært að skipta um stjórn í slysavarnarfélaginu í miðjum björgunaraðgerðum." Manni verður nú bara óglatt. Mér dettur nú nokkrar aðrar setningar í hug, sem ættu líkast til betur við:
- Björgunarsveitarmaður veldur stórslysi. Var fyrstur á vettvang og stjórnar því aðgerðum á slysstað....
- Skipstjóri Exxon Valdes stjórnar aðgerðum á strandstað. Olían er á mína ábyrgð og það er mitt að verja hagsmuni minna viðskiptamanna, segir skipstjórinn aðspurður....
- Ölvaður ökumaður heiðraður fyrir snarræði. Ók niður gamlan Skóda og fjóra verkamenn frekar en að keyra á jeppa ráðherrans.
Á strandstað missir skipstjóri öll sín völd og Sýslumaður tekur við stjórn á vettvangi. Þá skiptir engu máli hversu vel menn bregðast við aðstæðum, skipstjórnarmenn bera ábyrgð samkvæmt lögum og er refsað fyrir afglöp í starfi. Um mál að því tagi má finna mörg dæmi.
Þjóðarskútan liggur í stórgrýttri fjörunni og slæst til í bryminu. Skipstjórinn stendur enn við stýrið og lætur skrúfuna snúast, vonast til að næsta alda fleyti henni út. Á meðan er áhöfnin og farmurinn að smá tínast fyrir borð og hverfur í hafið.
Er skömmin svo sterk að bera ábyrgð á gjaldþroti þjóðarinnar, að þau geta ekki vikið ? Það skildi þá aldrei vera...
Láti sig hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En hvað með gamla skipstjórann sem setti ónýtt skip á flot og taldi okkur trú um að þetta væri frábært fley, Valgerði Sverrisdóttur? Þú ætlast varla til að sá slysaskipstjóri taki við stjórninni á ný?
Guðmundur Auðunsson, 25.11.2008 kl. 15:25
Sæll Guðmundur.
Núverandi stjórnarherrar batna lítið við það að benda á aðra lélega stjórnmálamenn. Ég get alveg svarað þér í hreinskilni, ég vil ekki Valgerði sem formann Framsóknarflokksins.
Aðalatriðið er að núverandi stjórn víki sem fyrst svo að möguleiki verði á að rannsaka það sem aflaga fór og að vinna aftur traust umheimsins. Það getur þessi stjórn ekki gert.
Sigurður Jón Hreinsson, 26.11.2008 kl. 00:12
Svo mikið er víst.
Ársæll Níelsson, 26.11.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.